4.4.2007 | 17:48
Héri verpti súkkulaðieggi...
...og þess vegna nelgdu Rómverjar hippalega gyðinginn.
Ég held að það sé kominn tími til þess að við Íslendingar tökum skrefið til fulls og afnemum ríkisrekna trú.
Það að sr. Waage skipti sér á þennan ósmekklega máta að skemmtun annars fólks, sem er honum alls óviðkomandi, kemur mér ekki við.
Það að Pasoch / Oestara sé fagnað með fríum og súkkulaðieggjum ár hvert er sök sér, en að prestar ætli með miðaldahugsunarfari að fara að skipta sér af því hvað fólk aðhefst í sínum frítíma er gjörsamlega óafsakanlegt.
Ég hef það fyrir sið að hlusta á Jesus Christ Superstar, nánar tiltekið svipuhöggin 39 Föstudaginn langa (litlausa og tilbreytingarsnauða) til þess að ég geti í huganum refsað hverjum þeim gerræðissinnaða guðsmanni sem bannar mér að fara og fá mér kollu vegna þess að einhver mér óviðkomandi stráklingur var negldur fyrir 2000 árum síðan á Golgata.
Ekki misskilja mig. Ég hef ekkert á móti Iesuha. Hann var ugglaust fínn strákur, breytti vatni í vín (með gerjun og nokkura vikna bið... ) og barðist á móti gerræðissinnuðum hræsnurum sem kúguðu þjóð hans. Ég trúi því bara ekki að hann hafi verið guð, enda trúi ég ekki á æðra afl.
Afhverju á ég að gjalda þess að smekklausir Ísraelsmenn hafi fengið Rómverja til að negla einn Júdeubúa fyrir 2000 árum, þegar þessi saga er mér alls óviðkomandi?
Nú er nóg komið:
- Tökum krossinn úr þjóðfánanum.
- Leggjum af Þjóðkirkjuna og gerum henni að skipta sér í minni eindir sem verða í samkeppni og samstarfi sín á milli.
- Skiptum út þessum drepleiðinlega þjóðsöng sem tönnslast á því að einhver guð hafi skapað þetta land þegar hver heilvita nútímamaður gerir sér grein fyrir því að þetta land myndaðist í eldgosum.
- Tökum út lögboðna frídaga sem byggjast á trúarhefðum og gerum fólki kleyft að nýta sín frí þegar það vill.
- Þurfiru að vinna á trúarhátíð þinni geturu skipt við samstarfsmann eða fengið greiddan álagningartaxta.
- Gerum þeim kalífum og faríseum sem skipta sér af einkalífi annara í nafni trúarbragða að sæta sektum. Hver einstaklingur á Íslandi á sér frelsi og það að traðka á frelsi annara í nafni Íslam, Kristni, Gyðingdóms, Búddhisma, Hindúisma, Ramalamadingdong, skyggnilýsinga eða pólítískrar réttsýni á hreinlega ekki að líðast.
Fáránlegt að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Athugasemdir
Þú gleymir partinum "látum Ríkið skila kirkjulöndum þeim sem það tók 1907 (t.d. Breiðholt, Garðabæ og fleiri lönd sem nú eru undir byggð) með þeim skilirðum að borga prestum laun ellegar borga kirkjunni réttlátt verð fyrir löndin, líklega fjölmarga tugi milljarða króna".
Þetta röfl Geirs Waage er ekkert annað en maður að nýta sér málfrelsi sitt. Ég er algerlega ósammála því sem hann segir, eins og oftast, en það er heldur ekkert sem segir að ég eða þú þurfum að taka nokkuð mark á því, enda ekki ástæða til.
Ingvar Valgeirsson, 5.4.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.