Jæjajá...

Merkilegt hvað þessi sérleyfishafi ætlar að vera til mikilla vandræða. Hættir í samstarfi við Umferðarmiðstöðina í sambandi við fragtflutninga (þannig að ótal margir hafa þurft að fara fýluferðir þangað niðreftir að senda pakka og verið vísað annað ), selur miða ódýrar í rútunum en á BSÍ þó svo að samningar meini þeim að selja miðana á Bílastæði BSÍ enda standi þeim skilda til þess að keyra þaðan samkvæmt útboðssaminingum Vegagerðarinnar...

Nú er saklausum börnum meinað að losa þvag!?!

Það, ef mér skjátlast ekki, kallast ofbeldi.

Er nú ekki kominn tími til þess að Vegagerðin taki sig til og geri eitthvað í þeim kvörtunum sem  hafa borist og hætti að væla við yfirmanninn minn yfir því að ég hafi reynt að útskýra fyrir einhverjum vanvita Hvolsvellingi að ég gæti ekki sent fyrir hann e-ð drasl né leyft honum að láta Þvl. afgreiða hann á bílaplaninu þar sem það stæðist hvorki lög smkv. útboðssamningum og ógnaði starfsöryggi mínu!?!

Sem betur fer er ég hættur í fragtini, en þetta er ekki fyrsta og örugglega ekki síðasta amlóðasagan af þeim félögum í Skógarhlíðinni.


mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Ok, call me fattlausann, en hver er þetta? Einhver sem allavega keyrir austur, nokkuð ljóst. En afhverju getur sérleyfishafi keyrt fólk á milli staða en ekki tekið fragt? Ekki fer flóabáturinn með dót á Selfoss, ha?

Segðu bara hverjir og hvusslax vitleysingar þetta eru, og málið dautt. nema að þú verðir drekinn!

Jamm, það er erfitt að halda í sér alla leið ef maður þarf að pissa í Ártúnsbrekkunni og er á leið austur yfir heiðar. Ekki síst ef maður er átta. sjitt, maður. Einhvernsstaðar hefði nú verið hægt að stoppa og maður hótar ekki barni að skilja það eftir á heiðinni. Skilaðu því til dúddans sem keyrði.

Bræðurnir Valgeirsson eru ekki hressir.

arnar valgeirsson, 20.3.2007 kl. 18:03

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þessi sérleyfishafi heitir Þingvallaleið.

Ég verð varla drekinn fyrir þetta.

Raunar er það á þeirra ábyrgð að fragtflutningar lögðust af frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ nema fyrir þau svæði sem Kynnisferðir og SBK eru með sérleyfi fyrir. Norðurhluti landsins (Svæði TREX- Hópferðamiðstöðvarinnar) stóð ekki undir rekstrarkosnaði Hraðflutninga (Kynnisferða, sem reka BSÍ) á BSÍ og því var ákveðið að loka þeim hluta rekstursins og ég fluttur yfir í miðasöluna. Fragt fyrir norðurhluta landsins (frá Borgarnesi allan hringinn að Egilsstöðum, að Vestfjörðum undanskildum) fer nú í gegnum Bíla og Fólk á Hesthálsi 10, en allt frá Hveragerði og að Höfn fer í gegnum Þingvallaleið í Skógarhlíð 10.

Þetta er bara svo mikið vesen og kjaftæði og Ó-hagræðing... ég á varla til orð. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.3.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband