Bætt á sig bleki...

...ég átti talsvert athygliverða helgi, og þó var Sunnudagurinn einna athygliverðastur, enda ekki oft sem maður hefur verið eins mikill harðhaus.

Ég vaknaði og fékk mér ljúffenga höfrungasteik í morgunmat - mæli sterklega með því - og fór svo og lét bæta á mig bleki og hefur nú galdrastafur bæst við, á hálsinn á mér.

Newtatt Þá er listinn orðinn:

Fenrisúlfur á hægri handlegg.

Miðgarðsormur á vinstri öxl.

3gja spíralarma triskelion á vintri öxl. 

Fjandafæla á innanverðum vinstri handlegg (úr sömu galdrabók og Þórshamarinn sem ég fékk mér núna á Sunnudag).

Öfuguggi/ bandrún sem segir 'Loki' á hægri framhandlegg

Valknútur á hægri hendi.

Þórshamar á hálsinum.

Og þá er komið það sem er kommið...

...maður er bara wörk in progress eins og það heitir, annar triskelion á eftir að koma á hægri öxl (og spegla) stór galdrastafur kemur á bringuna á mér og það á eftir að fylla í Miðgarðsorminn og ditta að hinum eilítið...

...lengi getur maður á sig bleki bætt sko... Bandit


Bloggfærslur 5. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband