Reykur og bófar...

Á vesturlöndum er það lenska í dag að banna og banna og banna og banna og banna eins og framfarir í mannréttindum hafi aldrei verið í vestrænu samfélagi.

Grundvallarhugmynd frjálshyggjunar (en. Libertarianism, getur verið bæði hægra og vinstra megin efnahagslega) er sú að við eigum okkur sjálf, við berum ábyrgð á okkur sjálf og frelsi okkar takmarkist aðeins við það hvar frelsi næsta manns endar - á landamærum frelsis okkar.

Ég er reykingamaður. Ég ætla ekki að neita því að mér hefur leiðst óstjórnlega þau óþægindi sem ég og aðrir hafa þurft að upplifa vegna reykingabannsins sem fór í gang á sínum tíma. Ég hef sjaldan fengið jafn oft kvef og í vetur. Takk Siv og takk öll þið hin fíflin sem kusuð með þessum ólögum.

 Við búum nefnilega í samfélagi sem virðir eignarréttinn að nafninu til. En ef við höfum ekki yfirráð yfir okkar einkaeignum, eigum við þá hluti nokkuð? Ég vil meina ekki, þegar búið er að afnema ákvörðunarrétt yfir einkaeignum er búið að afnema eignarréttinn.

Ég þekki nokkra verta. Enginn þeirra var ánægður með að ráðskast var með eigur þeirra á þennan máta.

Ég er heldur ekki ánægður sem tónlistarmaður að þurfa að taka mér pásu vilji ég sígó, en slíkt er víst gjald þess að lifa við þessi ólög sem hér eru. 

Þegar ráðskast er með eigur einhvers í óleyfi heitir það að taka hlutina ófrjálsri hendi - þjófnaður.

Þegar ráðskast er með helgustu eignir fólks - það sjálft - og reynt að hafa 'vit' fyrir því er það engu líkara en að taka líkama einhvers ófrjálsri hendi - ofbeldi.

Þessi lög eru jú ekkert annað. Heilbrigðisofbeldi.

Þeir sem framfylgja þessum lögum og knýja á með þeim eru þá ekkert annað en ótýndir glæpamenn, í mínum augum í það minnsta. 

Larsen á því allan minn stuðning í þessu máli. 


mbl.is Kim Larsen fer í hart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband