Public Image Ltd.

Já...

...um daginn lék ég í auglýsingu. Ekkert sérstakt við það svosum, ég er náttúrulega fallegur maður og því ekki óeðlilegt að ég nái mér í smá aukapeninga við það að vera fallegur.

Það skemmtilega við þetta er að ég var að leika í auglýsingu fyrir stórfyrirtækið Voðafónn. Pönk-auglýsingu.

Mér bregður fyrir í kannski 3 sekúndur í það heila, samtals, í myndbandi hljómsveitarinnar Rass við lagið, og svo auglýsingunni sjálfri og svo eitthvað í bakgrunni meiking of myndbands.

Ég veit að það hljómar kjánalega, en mér fannst allt í lagi að leika sjálfan mig í auglýsingu. Ég var, eftir allt, í eigin fötum, ekkert gert við hárið á mér, ekkert sminkaður, bara ég sjálfur, en ég geng oft í leðurjakkanum mínum, og ég nota föt þangað til að þau eru hætt að vera föt og eru bara henglar og er með stutt hár sem jafnan er úfið... það finnst fólki voða  pönk.

Líka það að ég er, eins og pabbi minn orðaði það 'með járnarusl hangandi framan í' höfði mínu. Göt í eyrum, vör og nefi. Þetta finnst fólki líka voða pönk.

Ég hlusta líka voðalega mikið á pönk, bæði nýtt og svo alveg proto-pönk, þ.e. tónlist sem var pönk áður en hugtakið var til, sbr New York Dolls, MC5, Stooges etc.

Ekkert merkilegt við það, en fólki finnst það voða pönk. 

Rétt eins og allir fölsuðu hanakambarnir og litlu leðurjakkarnir sem fólkið í þessari auglýsingu er skreytt.

En það er ekki pönk.

Ég er ekki að segja mig meiri pönkara en aðra, en pönk er ekki einkennisbúningur.

Það er grundvallar misskilningur.

Pönk er nefnilega einstaklingsstefna par exelans. Pönkið snýst um að finna sjálfan sig hvernig sem maður vill, gera það sem manni sýnist og vera ekki í eilífðar feluleik hins tómlega hjarðsamfélags.

John nokkur Lydon, einnig þekktur sem Rotten, sem var söngvari Sex Pistols, sýndi eftir upplausn þeirrar annars ágætu sveitar, snilldar takta, með seinni hljómsveit sinni Public Image Ltd. sem gaf meðal annars út þetta ágæta lag, sem fjallar eimmitt um sorglega yfirborðshyggju plötubransans og hvernig pönkið varð almennri ímynd að bráð.

 

The Public Image:

Hello. Hello. Hello. Hello. Hello. Hello.
Ha, Ha, Ha, Ha, Ha.
You never listen to word that I said
You only seen me
For the clothes that I wear
Or did the intrest go so much deeper
It must have been
The colour of my hair.

Public Image.

What you wanted was never made clear
Behind the image was ignorance and fear
You hide behind his public machine
Still follow the same old scheme.

Public Image.

Two sides to every story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
I will not be treated as property.

Public Image.

Two sides to evrey story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
It's not a game of Monopoly.

Public Image.

Public Image you got what you wanted
The Public Image belongs to me
It's my entrance
My own creation
My grand finale
My goodbye

Public Image.

Public Image.

Goodbye.


Bloggfærslur 8. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband