Árnað óheilla. Opið bréf til Hr. Johnsen.

Árni minn. Ég er nú ekki eins algjör andstæðingur þinn stjórnmálalega og ég var þegar ég var unglingur.

Þá man ég að ég hreinlega þoldi þig ekki, enda var ég talsvert vinstrisinnaðari og bláeygri þá. 

Sem betur fer eltist það af mér.

En þú ert ennþá sama fíflið.

Hefur ekki stjórn á skapi þínu á útihátíðum, kallar mig og aðra trúleysinga ofdekraða og lætur að því liggja að við séum vart Íslendingar, enda dýrkum við augljóslega kölska...

...lætur hafa þig að fífli með því að kæra konu fyrir að segja eitthvað sem alþjóð veit og missir þig svo í ritdeilur við konu sem hefur unnið sér það til frægðar að klæða sig í svan...

Í svan, Árni Johnsen!

Ég sem hélt að þú hefðir lært eitthvað af því að vera stungið á betrunarhælið hvar þú lærðir skúlptúr... 

...og við það að fá uppreisn æru...

...og ætlaru virkilega að vera það vitlaus, Árni Johnsen, að draga svona smáatriði fram í dagsljósið, eitthvað úr viðtali á útvarpsrás sem enginn með meira en hálfa sellu hlustar á?

 

J'accuse hr. Johnsen!

J'accuse!

 

Ég mæli með því að þú takir til baka þessi eftirfarandi ummæli þín til baka:

Þá er látið undan dekurrófum, trúleysingjum og stjórnleysingjum víða um heim, fólki sem hugsar mest um sjálft sig en síður um að sinna náunganum af kærleik og góðvild.  Fólki sem hugsar ekki mikið um það að rækta lítillæti, þakklæti og auðmýkt, sem er nú grundvallaratriði í því að maður sé manns gaman* án þess að nokkur skemmist.

 

Því ég er viss um að ég sé þakklátari, lítillátari og auðmýkri en þú, og ekki eins og þú, dekurrófa Dlistans, dæmdur glæpamaður sem hefur sýnt að þrátt fyrir að hafa tekið út refsingu sína og hlotið uppreista æru sé hann lítilmannlegur, hrokafullur, iðrast ekki gerða sinna, skertur allri auðmýkt og þakklæti fyrir að fá að taka ennþá þátt í samfélaginu sem hann rændi. Þó að ég sé trúlaus og nánast stjórnleysingi, þá held ég að ég skaði samfélagið minna en þú, Árni Johnsen.

Ritað er:

Hús mitt á að vera lýðræðislega kjörið löggjafavald skipað einstaklingum sem er annt um alla landsmenn, en ér hafið gjört það að ræningjabæli.

 

*Eins þætti mér vænt um, sem meðlimur í Ásatrúarfélaginu að þú færir ekki að leggja Hávamál við hégóma eins og þu gerir þarna. 


mbl.is Árni stefnir Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og vel Árni, en...

...og nú veit ég að þú ert ekki talsmaður allra foreldra, en þar sem titillinn þinn hljómar þannig spyr ég:

Er þetta vandamál með drykkju unglinga ekki vandamál sem er tilkomið vegna:

A) lélegs uppeldis að hálfu ykkar

B) lélegs uppeldis að hálfu ykkar 

og

C) lélegra fyrirmynda að hálfu ykkar.

Ég ætla nú ekki að níða mikð þetta starf, en ég sé ómögulega hversvegna fyrir tæki eigi að bera þessa klénu samfélagslegu ábyrgð sem er klínt uppá fólk með því að banna að auglýsa löglega vöru.

Það að banna að auglýsa vöruna gerir hana að Voldemort innkaupana - það verða allir að hafa með þann sem ekki má nefna. Það er nefnilega viss öfugsálfræði í þessu banni, sem er langeffectívust brotin - þá eru áfengisinnflytjendur algjörir rebel og áhrifagjarnir unglingarnir sem foreldrar á Íslandi höfðu ekki tíma til þess að ala upp.

Nú, þá er það spurnginin hver ber ábyrgð á þess afbakaða gildismati Íslendinga?  Hver ber ábyrgð á því að allir eiga að vilja vinna 8-12+ tíma á dag til þess að borga flatskjásjónvarp í barnaherbegið, svo að það þurfi sem minnst að tala við króann.

Hver ætli beri ábyrgð?

Samfélagið sem slíkt fyrir að vera svona ginnkeypt fyrir auglýsingum?

Þeir sem komu kvótakerfinu á laggirnar með bágum efnahagsafleiðingum fyrir fólkið í landinu? 

Þeir sem stóðu að þjóðarsáttinni hérna í denn?

Þeir sem gerðu bjórinn spennandi með því að banna hann og komu með því í veg fyrir siðmenntaða drykkjumenningu hérlendis?  

 

Það eru nefnilega ekki auglýsingar sem gera íslenska drykkjumenningu eins lélega og hún er.

Það er samspil lélegs uppeldis og agaleysis (sem stafar oftar en ekki af úrræðaleysi foreldra, skólar eiga EKKI að ala börnin upp fyrir þig, þó að efnahagsástandið neyði þig í of mikla vinnu), bjórbanns og of mikilla valda templara í gegnum tíðina og svelgihneygð Íslendinga sem verða að gleypa allt sem þeir geta. 

Myndin er sett hér inn svo þið vitið
hvað skal gefa mér í afmlisgjöf 26. Okt.

 

PS: Árni. Starfsmenn áfengisumboða og áfengisframleiðslna þurfa líka að lifa. Ég ætla að mæla með því að þú markaðsetjir hvaða vöru sem er án þess að mega nota eðlilega markaðssetningu. 


mbl.is Vilja sniðganga auglýstar áfengistegundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband