23.7.2008 | 21:44
Nýköttaður.
23.7.2008 | 13:52
Ég vil tileinka þetta myndband...
...ríkum Íslendingum, en þó sérstaklega þeim sem hafa hagnast vegna ósanngjarnra viðskiptatækifæra, samanber einokun og þetta bölvaða kvótakerfi, hagsmunatengsl við ýmsa valdhafa síðustu 30 ára og almennrar glæpamennsku.
Sérstaklega vil ég þó tileinka þetta lag ástkærustu glæpamönnum Íslandssögunnar, þeim sem komu kvótakerfinu á fótinn og bera með því óbeint ábyrgð á örbyggð, örkumli og óhamingju fleiri hundruða ef ekki þúsunda íslenskra fjölskyldna, hruni sjávarbyggða sem eitt sinn voru gullslegnar. Þeim mönnum sem komu verðlagi á fiski innanlands svo hátt uppúr öllum þjófabálki að aðeins þeir sem eiga kvóta hafa efni á því að snæða mikið af fiski, tja, nema ef maður stelur fiskinum, en mér finnst ég vera að segja sama hlutinn tvisvar.
Ég vil tileinka þetta lag þeim mönnum sem bera mesta ábyrgð á því að misskipting á Íslandi hefur aldrei verið meiri, ég vil tileinka þeim sem setið á Austurvelli og rænt hvern einasta Íslending daglega í lengri og skemmri tíma fyrir tilstilli þessa kerfis og þá sérstaklega vil ég tileinka þetta Halldóri Ásgrímssyni sem ber mestu persónulegu ábyrgð á stæsta mannréttindabroti og ráni Íslandssögunnar, en aðrir kvótaerfingjar og kvótaeigendur í stjórnmálum, þá sérstaklega vissir meðlimir stóra Quislingaflokksins sem eiga u.þ.b. 2-3.000.000.000 Ikr ránsfeng frá þjóðinni og spila sig þó góða mega taka þetta til sín líka.
Verði þjóðinni þeir að góðu.
23.7.2008 | 12:30
Já... en... ég meina...
Er ég þá ennþá unglingur, þó ég sé nær 30 en 20?
Ég hefði eimmitt haldið að unglingar væru ólögráða einstaklingar, eða í það minnsta ungt fólk sem ekki hefur ennþá aldur til drykkju og annars?
Er þetta skynsamlegt?
Hversu margar kynslóðir hafa ferðast um landið sauðölvaðar sem unglingar og kynnst þannig landinu og orðið ástfangnar af fögru landi ísa?
Eigum við ekki bara að drepa það? Ég veit að kynslóðin sem núna er að vaxa úr grasi gæti ekki fundið Ásbyrgi eða Þingvelli á korti og það heyrir til heppni og hendinga að þau geti bent í humátt til Akureyrar.
Á þetta að vera stefnan? Það er nóg með það að innanlands landafræðikennsla var hræðileg þegar ég var á grunnskólaaldri og því haldi margir jafnaldrar mínir að Kárahnjúkar hafi verið eitthvað sérstakir, en á nú alveg að drepa niður allan ferðavilja innanlands?
Það er ekki nóg með að bensín sé orðið það dýrt að það sé talsvert ódýrara að fljúga austur til Danmerkur en austur á firði, heldur er fullorðnu fólki undir þrítugu beinlínis bannað að mæta á svæðið nema að það dragi foreldra sína með sér (sem eru væntanlega komin á aldur við manninn sem fjallað er um í fréttinni og því líkleg til að halda partí), nema í þeim tilvikum sem fólk hefur orðið þeirrar ó/gæfu aðnjótandi að hafa holað niður enn einum vanþakklátum þjóðfélagsþegn framtíðarinnar!?!
Ég hefði talið að þetta væri frekar óeðlilegt. Ég má nefnilega bjóða mig fram til Alþingis, ég gæti þessvegna orðið Forsætisráðherra (forði okkur frá því, þá sérstaklega mér), ég má gifta mig, eignast börn, stunda allt það sóðalega kynlíf sem ég vill (svo lengi sem það er með öðrum fullorðnum samþykkum einstaklingum að sjálfsögðu), drekka hvað sem ég vill (svo lengi sem búið er að borga F@%$ings skattinn af því) og nokkurn vegin haga lífi eftir eigin höfði, en ég má ekki tjalda úti á landi til þess að njóta fósturjarðarinnar sem mig ól?
Má ég ekki, einhleypur maður á 27nda ári, fara og njóta náttúrufegurðar lands míns? Lands sem ég hef ferðast um frá blautu barnsbeini og þekki nokkuð vel (nema Vestfirði, ég ætlaði einu sinni að sækja þá heim, en það var lokað vegna breytinga).
Þarf ég að hola niður einhverjum krakkaskratta til þess að vera gjaldgengur sem þjóðfélagsþegn og mega tjalda?
Eða ætti ég að ná mér í svona 'sykurmömmu' sem er komin vel yfir þrítugt, til þess að hún geti vottað fyrir að ég sé ekki að fara að mynda með mér óeðlilega hópamyndun?
Og hvað á það saurlega hugtak að þýða annars? Óeðlileg hópamyndun!?!
Óeðlileg hópamyndun er fyrir mér það þegar fólk safnast saman til þess að hlýða á tónlist krúttkynslóðarinnar, það er svo margt rangt við það að ég er viss um að það teljist óeðlilegt að fólk sem á að vera komið til vits og ára en gengur með lókinn í annari og snuðið í hinni, sitji einhverstaðar og hlusti á einhverja tónlist sem hljómar eins og ráðvillt hnýsa í sjávarháska. Gallinn er að það er fagurfræðileg hópamyndun í þeim Norðurkjallara eilífðarinnar, ekki aldurstengd.
Mín lausn á vandamálinu er sú að gefa Íslenskum unglingum ferð til Hróarskeldu þegar þau verða annað hvort 18 eða 20. Ég er viss um að það myndi bæta tjaldmenningu hérlendis - ekki þessi hálfvitalega haftastefna. Ég hef farið á tvennar útihátíðir um ævina, annars vegar á Eldborg Bárðarsonar sem var hörmung (eins og flest tónlistin sem var flutt þar) og á Hróarskeldu, ég held að besti skóli í útihátíðum sé þar á túninu, rétt norðan vindmyllunar, en mátulega langt frá útiklósettunum..
En svo er spurning um hvort þessi hálfsjötugi maður sé upphaf nýrrar tízkustefnu í blaðamennsku, sjáum við brátt fyrirsagnir um 'Gamlingjavandamál í Miðbænum'?
![]() |
Kveikti á ljósavél og hljómflutningsgræjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)