Ranghugmyndir

Willjálmur Smiðs er nú ekkert einsdæmi í þessum málum.

En hann er hinsvegar gott dæmi um mann með ranghugmyndir.

Sjáið til. Hann tilheyrir (víst ekki, síðari tíma ábending) hinum svokölluða Scientology söfnuði, sem hefur á Íslandi verið nefndur hinu agalega rangnefni 'Vísindakirkjan'. En það er svosum allt í lagi því  Scientology er líka rangnefni. Scienta þýðir nefnilega vitneskja/kunnátta/þekking á Latínu og logy er dregið af gíska oðinu logos (λογος) sem þýðir rökhyggja/innri vitneskja. Svo ef við lítum á ástkæra ilhýra má sjá að þetta er hvorki vísindalegt né kirkja í þeirri merkingu sem germönskumælandi þjóðir setja í það kirkja/kirche/kerk/kirke = kristilegt guðshús/söfnuður.  En það er nú reyndar alltaf öruggt að um öfugmæli er að ræða þegar er talað um kirkju og vísindi í sömu andrá sem góðan samnefnara.

Willi telur sig aldrei hafa rangt fyrir sér, ef marka má orð Jödu, konu hans. Það er nú svosem allt í lagi, maðurinn er jú eftir allt trúaður og eins og allir vita er það villutrú þegar maður breytir trúarbrögðum.

Skemmtilegt við þessa ágætu trú sem hafnar sálfræðingum algjörlega. Þeir trúa því eimmitt að mennirnir séu samlífisverur drauga geimvera sem illi geimstríðsherrann Xenu myrti í eldfjöllum Hawaii og þær sálir/draugar hafi sest í sálarlausa apa sem frá því urðu menn. Mennirnir innihalda svo ýmist lítið eða gífurlegt magn þessara sálna  eða 'Thetans' eins og Lafayette Ron Hubbard kallaði þá. 

Willa er hérna borin slöpp sagan af kjetlingunni hans. En til þess að láta þennan afburðaslappa og afburðahallærislega mann (hann er ekki tónlistarmaður, það er engin list í óhljóðum hans og það er varla hægt að kalla hann leikara ef maður hefur séð hann í bíómynd) líta aðeins betur út, þá er ég með lista af öðru fólki sem telur sig aldrei hafa rangt fyrir sér:

 

Benediktus XVI (Joseph Ratzinger)

Dalaii Lama (Tenzing Gyatso)

Ayatollah al Uzma (Naser Makarem Shirazi and Hossein Noori Hamedan)

Móðir Theresa (Agnes Gonxha Bojaxhiu)

Adolph Hitler

Benito Mussolini

Enver Hoxha 

Joseph Stalin (Djúgasvílí)

Pol Pot

Idi Amin

Robert Mugabe

Maó Tse Túng

og...

 

 

...J. Einar V. Bjarnason Maack, þó mér gæti skjátlast með þann síðastnefnda.

 

En það er þó gott að Willi Smiðs er ekki eina fíflið í heiminum.

Tók einhver annar eftir því að einu fíflin sem þorðu að koma undir réttu nafni voru kommúnistar og fasistar? 

Passið ykkur á dogmatískri trú elskurnar mínar, þið gætuð hætt að þróast. 


mbl.is Will Smith telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkk. Það er eins gott.

Því annars gætu unglingar farið að stunda öruggt kynlíf, smittilfellum kynsjúkdóma fækkað, færri unglingsstúlkur orðið óléttar fyrir aldur fram, færri óvelkomin börn komið í heiminn og félagslegum og heilbrigðislegum vandamálum þarlendis fækkað.

Er þetta forsvaranlegt í landi eins og Ástralíu þar sem málfrelsi, trúfrelsi og rétturinn til þess að mótmæla eru til staðar í stjórnarskrá landsins og í sáttmálum sem það tilheyrir sbr Mannréttindasáttmála SÞ?

Það að leyfa einhverju fífli sem heldur því fram að hann sé málsvari einhvers löngu látins trésmiðs frá miðausturlöndum að vaða uppi með dólgslæti og dónaskap og troða sínum siðferðisgildum uppá fólk í frjálsu landi ætti ekki að vera afsakanlegt.

Ef sá trúarleiðtogi sem hér um ræðir væri Ayatollah en ekki Páfi, væri máliinu ekki öðruvísi háttað?

Á að leyfa yfirgang trúaðra framyfir þá sem eru að reyna að gera eitthvað gott í heiminum?

 


Áður en einhver jónvalsins kaþólikki eða annar eins ranghugmyndapési kommentar hérna með kjaft vil ég benda á að:

a) það er asnalegt að fylgja siðferðisreglum siðlausrar stofnunnar eins og Kaþólsku Kirkjunnar (sem þaggar nauðganir a börnum). 

b) það er ennþá asnalegra að fylgja kynferðislegum siðferðisreglum manna sem þykjast hreinlífir og  aldrei hafa stundað kynlíf.

c) það horfði öðruvísi uppá málin með fóstureyðingar ef dætrum ykkar væri nauðgað, ekki satt?

d) trúarstofnanir sem berjast á móti smokkanotkun bera beinlínis ábyrgð á örkumli, dauða og þjáningu milljóna manna sem ekki nota smokkinn.  

 

 


mbl.is Engir smokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband