Kvöldtónleikarnir eru aldrei ókeypis.

Enda var þrusað lygum og áróðri yfir fólk í gær.

Ég fylgdist með tónleikunum, en ákvað þó að fara áður en Björk okkar Guðmundsdóttir fór á svið.

Ég var búinn að fá nóg af bulli.

Það var meðal annars gefin út sú tilkynning að Ísland væri undir árás stórfyrirtækja á álmarkaði og að ár og háhitasvæði væru aðal skotmörkin.

Gott og blessað, en þetta snýst meira um andkapítalisma en umhverfið. Það eru til mörg góð rök fyrir andkapítalisma, en umhverfið er ekki eitt af þeim.

Það var gefin út sú yfirlýsing að háhita og fallvatnsvirkjanir gætu verið mjög skaðlegar lofthjúpnum, en hvað er svosum ekki skaðlegt? Viðrekstur kúa mengar meira en fallvatnsvirkjanir og ég skil ekki hvernig það sé umhverfinu minna skaðlegt að halda tónleika á SVIÐI SEM GERT ER ÚR ÁLI!

 

Svo var þarna risasjónvarpsskjár, sem var flottur. Það kostaði samt umhverfið örugglega 2 tonn af úrgangi að framleiða hann.
Eins var fullt af hljóðfærum og svoleiðis þarna úr áli, næstum allar græjurnar sem byrjunarbandið notaði og trommusettið hans vinar hennar Ólafar Arnalds voru öll úr hráefnum sem eru unnin með námavinnslu...

 

...Meðaldagur hjá stórfyrirtæki var álíka mengandi og þessir hræsnaratónleikar.

 

En.

Tónlistin var ágæt, mér fannst tónlist þeirra Radium fín þrátt fyrir að hljóma eins og einhver væri að limlesta hnýsu, ég þoli ekki krútt svo ég ætla ekki að segja neitt um Ólöfu Arnalds, Sigur Rós stóðu sig eins og hetjur og voru ekkert að bulla um umhverfið milli laga, heldur gerðu það sem þeir gera best, tónlist og Björk...

...ég sá hana ekki, mér var orðið alltof kalt og kominn með leið á hippismanum, svo ég fór.

En takk fyrir góða tónleika í skjóli stjórnmálaáróðurs. 

 


mbl.is 30 þúsund manns á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband