Stjórnmálaskýring...

...á kvenlegum nótum, fyrir karlmenn sem snaraðir eru í kvikmyndahús...

 

Ég var að hugsa um daginn (sem veit aldrei á gott) þegar ákveðin þriggja tíma ræma var sett í sýningu í bíóhúsum um allan heim.

Ræma þessi er byggð á feikivinsælum kvenmiðuðum sjónvarpsþáttum sem hétu uppá Íslensku 'Beðmál í Borginni'. 

Ég hef ekki látið tæla mig til þess að glápa á þessa ræmu, en þegar ég var í sambandi fyrir þónokkru var ég sjanghæaður af minni þáverandi til þess að horfa á nokkra þætti.

Í þáttum þessum eru fjórar konur miðpunktur athyglinnar og minnti þetta mig á gamla fjórflokkakerfið hérlendis.

Carrie Bradshaw; aðalsöguhetja þessara þátta er tvímælalaust Alþýðuflokkurinn sálugi, eða núlifandi systir hans Samfylkingin. Hún er ekki viss hvar hún stendur í lífinu og hvort hún eigi að stökkva í djúpu laugina með millanum sínum eða að sinna alþýðudrengjum, hún veit ekki alveg hvað hún vill, þessi elska.

Samantha Jones; uppáhalds karakterinn minn í þessum þáttum er þó ekki uppáhalds stjórnmálaflokkurinn minn, hún er kynferðislega sjálfstæð kona sem gerir það sem henni sýnist í beðmálum sínum á meðan flokkurinn sem hún speglar hérlendis er vissulega sjálfstæður í skoðanatöku og leggst með hverjum sem hann sýnist, maddamma Framsókn.

Charlotte York;
hin bláblóðga Karlotta á ekki jafn miklum vinsældum að fagna bólleiðis, en er íhaldsöm með afbrigðum og vill aðeins bláblóðgan aðal í beð sitt og það til frambúðar. Sjálfstæðisflokkurinn er að sama skapi aðeins fyrir aðallinn og á mun meiri vinsældum að fagna en Karlotta speglun hans, en hversvegna það er... ...tja. Maður spyr sig?

Miranda Hobbes; Sterka framakonan Miranda á sér hreina speglun á Íslandi, bæði í dag og gamla fjórflokknum, meiraðsegja er hún með sama hárlit og formaður arftaka Alþýðubandalagsins, Vinstri Hreyfingunni Grænu Framboði. Henni virðist uppsigað við karlmenn og gæti mögulega snúið sér alfarið til kynsystra sinna.

Miranda eignaðist son á sínum tíma með Steve Brady, (Frjálslynda Flokknum) (sem var alinn upp af alkohólískri móður (nauð Íslensku þjóðarinnar vegna kvótakerfisins)) og heitir hann Brady Hobbes (Íslandshreyfingin Grænt Framboð).


Ég vona að þessar vangaveltur mínar stytti karlmönnum sem neyðast til þess að horfa á þetta drama stundirnar.


Bloggfærslur 12. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband