11.6.2008 | 16:06
Trúfrelsi í einu elsta lýðræðisríki veraldar...
...er því miður af skornum skammti.
Hérlendis, sem og í öðrum vestrænum löndum reynir hin svokallaða kristna hægristefna að halda uppi völdum kirkjunnar með boðun á eingyðistrúarbrögðum sem hafa úrkynjast í gegnum aldirnar.
Hin Íslenska Ríkiskirkja hefur sjálf stundað stefnusvig innan mótmælendastefna, verið Lúthersk og Evangelísk og tilheyrt hinni Heilögu Germönsku Kirkju (sem sr Adolf Hitler stofnaði á sínum tíma).
Áður en mótmælendatrú var neydd uppá landan var hér stétt Kaþólskra presta sem gekk um með sínu offorsi, áður en Kaþólska kirkjan, þ.e. sú Rómverska var stofnuð 1062 nægði okkur að kalla okkur kristna til þess að sleppa við að vera nauðgað, myrt og nídd af norrænum höfðingjum sem höfðu tekið upp þessi eyðimerkurtrúarbrögð í þeim tilgangi að sameina Norðurlönd - enda henta þessi trúarbrögð einkar vel til þess að réttlæta einræði, það er jú aðeins (þrí-)einn Gvuð sem skapaði þetta alltsaman og stýrir þessu öllu ljóst og leynt... ekki satt? Það er bara einn páfi... sem hentar líka alveg rosalega vel. Miðstýring valds.
Ég veit að þetta er einföldun á sögunni, en ef ég ætlaði að rekja söguna í einni bloggfærslu með öllum sínum bugðum og beygjum, entist mér ekki aldur til.
Miðstýring.
Hljómar Stalínískt, ekki satt?
Eða jafnvel Nazískt. Einn Guð, ein kirkja, einn páfi... þjóð, ríki, Führer...
Á sama tíma og valdaklíkur vesturlanda reyna að halda lyginni gangandi flytjast aðrir aðdáendur eyðimerkurmýta meir og meir til vesturlanda og halda sinni trú og vilja meina vestrænu fólki í frjálsum löndum að tjá sig eins og það vill, enda skiljanlegt að eyðimerkurtrúarbrögðin vilji vera jafn rétthá. En það er bara ekki svoleiðis, elskurnar mínar. Við eigum ÖLL að vera jafn rétthá...
...og það er ekki hægt með því að neyða umburðarlyndi uppá fólk, fólk verður að finna umburðarlyndið innra með sér. Það er ekki hægt með því að neyða ein eyðimerkursiðferðisgildi eða önnur uppá þjóð, ef þú vilt trúa er það þitt mál, en á ekki að tengjast ríkisrekstri og ríkisreknum skólum í landi sem á að heita trúfrjálst og hafa undirritað mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna þar sem ákvæði eru um trúfrelsi.
Það er ekki hægt með því að leyfa kirkjunnar mönnum að komast inn fyrir skóla sem eiga fyrst og fremst að kenna menningu og vísindi, ekki innræta trúarbrögð.
Þjóðkirkjan er úreld stofnun og það er raunar móðgandi fyrir alla trúfrjálsa sem og þá sem játa aðra trú en kristni að í gunnfánum allra norðurlandana sé kross - en það hefur minna vægi en það sem hér um ræðir.
Alþingi Íslendinga, sem fyrst var sett sem löggjafavald árið 930 af heiðnum mönnum, (enda auðvelt að trúa á fulltrúarlýðræði þegar guðirnir skipta tugum) er sett nútildags í Kristinni kirkju. Þjóðsöngur okkar byrjar á þeim hvimleiða frasa 'ó Guð vors lands'. Það er ekki heldur aðalatriðið.
Jesúmafían vill leynt og ljóst stýra öllum siðferðisatriðum Íslensku Þjóðarinnar, vill hafa áhrif á börnin áður en þau eru nógu menntuð til þess að sjá í gegnum ævintýralegar lygar þeirra og vill umfram allt, samkvæmt orðum Karls útlendinga og trúfrjálsrahatara Sigurbjörnssonar meina að þeir sem ekki játa Kristna trú á forsendum REICHSKIRCHE teljist ekki Íslendingar og í besta falli annars flokks þegnar.
Ég veit hvar mér rennur blóðið til skyldunnar. Til frelsis og jafnréttis, lýðræðis og tjáningarfrelsis á Íslandi, því ögrum skorna landi sem hefur fóstrað mig og allt mitt fólk frá fornöld. Sé ég ekki Íslendingur sökum þess að ég játa ekki eyðimerkurtrú eftir forsendum Kalla í kuflinum þá vil ég ekki vera Íslendingur, þó ég rísi í hvert sinn sem ég heyri þjóðsönginn, taki að ofan og setji hönd á brjóst mér.
Það er mér meira virði að ég og minn hugur, mín trú og mitt sinni sé frjálst heldur en þessi þjóð og þetta sem er mér þó svo margt, en þarna brýtur báran. Ég er fyrst og fremst Einar, ekki þjóðin sem ég elska.
Karl útlendinga og trúfrjálsrahatari Sigurbjörnsson ætti að taka þessi orð sín aftur. Þessi orð þar sem hann særir hvern þann Íslending sem ekki er honum sammála í lífsskoðun. Þar sem þessi RÍKISSTARFSMAÐUR segir að við séum ekki Íslendingar þar sem við erum ekki eins og hann.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta er máské titlingaskítur sem ég er að telja hér til, en þessi maður sem er með milljón á mánuði úr þínum vasa lesandi góður, sagði þig ekki Íslending nema að hann fái að heilaþvo og innræta þig.
Ef hér ræddi um stjórnmálaflokk, Ríkisflokkinn, einskonar kommúnískan flokk sem trúði á einræðisherra sem væri á huldu og hefði ekki látið sjá sig í þúsundir ára myndi hver sjá hvílík svívirða er á ferð.
Karl, ég er ekki trúaður, en við fósturjörðina sem ég stend á, við hafið sem umlýkur þetta land mitt sver ég að ég er meiri Íslendingur en þú verður nokkurntíman - því ég trúi á lýðræði og frelsi, en ekki kreddueinræðisherra á himni.
Sjá þér hórseka nöðrukyn, þér hafið gert hús feðra minna að kommúnistaríki.
![]() |
Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)