30.11.2007 | 15:48
Hæ...
...Ég heiti Einar og ég er trúleysingi. Ég trúi ekki á æðra afl né nokkurt ofurskilvitlegt.
Ég lifi lífi mínu að nokkru leiti með Hávamál að sjónarmiði, en það er aðeins vegna þess að þar tel ég að um hyggna heimspeki sé að ræða.
Ég trúi ekki á hinn Kristna guð, né nokkurn annan guð. Ég var á kristilegum sumarbúðum þegar ég var barn og ég kann vel við mikið af kristnu fólki, en ég er ekki sammála þeim og í grundvallaratriðum skarast þýlyndi kristinnar trúar og önnur undirgefni eingyðistrúarbragða á við mína lífssýn.
Ég er ekki slæmur maður. Ég lifi eftir þeim gildum sem ég tel best. Ég kúga ekki aðra og ber virðingu fyrir sjálfum mér og þau gildi tel ég nægja sem ferðanesti í daglegt líf.
Ég er góður við annað fólk, ekki af því að lagabókstafurinn getur komið mér á bakvið lás og slá eða af því að guð almáttugur í stjórnarráðinu á himnum getur komið mér á bakvið eld og brennistein. Nei.
Þá væri ég líka ekki góður maður. Það er enginn góður af þeim sökum að hann/hún er þröngvaður til góðmennsku. Það kemur innra frá okkur. Það að hóta fólki eilífðar brennisteinsbaðs til þess að nauðga því til hlýðni er ofbeldi í mínum huga og þeir sem fylgja þessum kennisetningum af þeim orsökum eru ekki góðir, ekki heldur slæmir, heldur einfaldlega þrælar.
Berjumst á móti mansali og þrælahaldi, afnemum trúarlegt ofbeldi.
Þetta er vissulega ekkert annað en ofbeldi. Nauðgun á skoðnunum inn í annara líf.
Ég er góður við annað fólk vegna þess að þá líður fólki vel í kringum mig og er gott við mig á móti, grundvallar rökhyggja.
Ég er ekki vondur við fólk af sömu ástæðum, því þá væri svo einfalt fyrir annað fólk að bera rök fyrir því að ég verðskuldi slæma meðferð af þeirra hálfu.
Hérna læt ég fylgja myndbönd af rökum Christophers Hitchens fyrir trúleysi gegn platsiðferði því sem þröngvað er uppá fólk ;
![]() |
Ráðherra segir Siðmennt misskilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)