J. Einar Valur Bjarnason Maack

Einar er maður sem taldi sig vera kött, aðeins til þess að komast að því að það væri mikilkettskubrálæði.

Hann er tónlistarmaður, gítarleikari hljómsveitanna The Stoned Harlots, The Wee Free Men og Blind Bourbon og aðalsprauta Keeping the Darkness at Bay auk þess að leika á gígju og raupa í samfélagi við Harald Davíðsson vin sinn í hljómsveitinni 'the Sound & the Fury'. Hann lifir tiltölulega rólegu lífi þrátt fyrir tilraunir hans til þess að teygja sig mót himnunum, ná handan stjarnanna, taka heiminn með trompi og meika pening á meðan.

Honum hættir til að vera eilítið sérlundaður og fjarlægur á stundum, auk þess sem hann talar í gátum og gífuryrðum... en þeir sem þekkja hann vita að hann meinar ekkert illt með því.

Einar býr einn í stúdíói á Falkestraße í Westrauchenwich með þeim lífverum sem honum þykir hvað vænst um á þessari storð; læðunum Yoda og Tígru.

Hann hefir ýmis áhugamál og stundar ýmislegt tómstundargaman. Þar á meðal eru lestur, skrif, ljóðlist, myndræn list, myndræn lyst og losti á ýmsan máta, heimspeki, orðsifjafræði, guðfræði, rökræður, grasafræði, hærri vitundarstig, stjórnmál, mannkynssaga et cetera, et cetera.

Honum hættir þó til að eyða dögum sínum týndur í hugsun og dagdraumum þar sem Landmælingar Íslands hafa ekki ennþá kortlagt það svæði. 
Hugsjónum, skoðunum og hugmyndum Einars hættir til að fara útaf alfaraleið, en eru þó einatt vel rökstuddar þar sem þær eru sterkastar.

Einar frábiður sér vináttu þeirra sem ganga sem handbendi forsjáraflanna í Íslensku samfélagi. 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Einar Valur Maack Bjarnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband