26.9.2008 | 18:59
Jazzzzzz
Horfið á þetta vídjó.
10.9.2008 | 19:23
Klukk
Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Barþjónn
2. Stuðningsfulltrúi
3. Millistjórnandi
4. Tæknifulltrúi
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Grindavík
2. Kópavogur
3. Reykjavík
4. Álftanes
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Annie Hall
2. Rude Boy
3. Clockwork Orange
4. Fight Club
Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
1. QI
2. Yes (Prime) Minister
3. Family Guy
4. Harvey Birdman, Attorney at law.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
1. Snorra Edda
2. Handan góðs og ills e. Nietzsche.
3. Frelsið e. J.S.Mill
4. Allar Discworld bækurnar
Matur sem er í uppáhaldi:
1. Hvað sem mamma eldar.
2. Borgarar á Drekanum
3. Karrýpizzurnar frá Caruso.
4. Ofursterka risottoið sem ég geri.
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. Orninn.org
2. Facebook.com
3. Myspace.com
4. Orninn.org
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Amsterdam
2. Hróarskelda
3. Kalmar
4. Prag
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. Þar sem ég er.
2. Sólarmegin á götunni
3. Að róta í gegnum plötur í Second Hand Music, Amsterdam
4. Á sviði
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
1. Nei,
2. Tek ekki þátt í svoleiðis.
3. Alls ekki.
4. Sorry.
10.9.2008 | 12:41
Ég vil benda á...
...grein mína frá því í nótt um paranoju þeirra sem töldu að heimurinn myndi enda í nótt.
Meiri fíflin.
![]() |
Hátíðarstemmning við hraðalinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2008 | 10:56
Örninn.org!
Örninn er kominn til flugs.
Það sér hver sem sjá vill að örninn getur tekið sig til hærra flugs en áður hefur þekkst í vefheimum á Íslensku.
Nú þarf örninn aðeins byr undir báða vængi; framlög frá ykkur lesendur góðir.
Í nafni málfrelsis og lýðræðis ætlar örninn að birta allar þær skoðanir sem vilja heyrast hér á þessum vetttvangi, hér verður aldrei ritskoðun þó ritstjórn sé ekki tilbúinn að birta illa skrifaðar greinar, þ.e. þá erum við tilbúnir að hjálpa þér að gera hlutina betur - án þess að skoðanir okkar komi til með að hafa áhrif á inntak greinarinnar þinnar,.
Öll viljum við heyrast, öll viljum við að tekið sé mark á okkur. Það er sama hverrar skoðunar við erum , við viljum öll að okkar skoðanir heyrist - sum okkar þora ekki að koma fram undir nafni, og það er ekkert mál her á vefnum, þó við eigendur vefjarins viljum gjarnan vita hver þú ert, þá er fullum trúnaði áskilið - innsendar greinar eru aðeins birtar frá fólki sem þorir að taka ábyrgð á sínum skoðunum ef til kæru kemur- en við gefum aldrei upp nafn þitt af fyrra bragði kjósiru nafnleynd.
Eftir hverju ert þú að bíða?
Ég heyri þig röfla á hverjum degi, hvers vegna segiru ekkert?
Sendu inn grein núna á maack@orninn.org og skráðu þig á garginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)