Já... en... ég meina...

Er ég þá ennþá unglingur, þó ég sé nær 30 en 20?

Ég hefði eimmitt haldið að unglingar væru ólögráða einstaklingar, eða í það minnsta ungt fólk sem ekki hefur ennþá aldur til drykkju og annars?

Er þetta skynsamlegt?

Hversu margar kynslóðir hafa ferðast um landið sauðölvaðar sem unglingar og kynnst þannig landinu og orðið ástfangnar af fögru landi ísa?
Eigum við ekki bara að drepa það?  Ég veit að kynslóðin sem núna er að vaxa úr grasi gæti ekki fundið Ásbyrgi eða Þingvelli á korti og það heyrir til heppni og hendinga að þau geti bent í humátt til Akureyrar.

Á þetta að vera stefnan? Það er nóg með það að innanlands landafræðikennsla var hræðileg þegar ég var á grunnskólaaldri og því haldi margir jafnaldrar mínir að Kárahnjúkar hafi verið eitthvað sérstakir, en á nú alveg að drepa niður allan ferðavilja innanlands?

Það er ekki nóg með að bensín sé orðið það dýrt að það sé talsvert ódýrara að fljúga austur til Danmerkur en austur á firði, heldur er fullorðnu fólki undir þrítugu beinlínis bannað að mæta á svæðið nema að það dragi foreldra sína með sér (sem eru væntanlega komin á aldur við manninn sem fjallað er um í fréttinni og því líkleg til að halda partí), nema í þeim tilvikum sem fólk hefur orðið þeirrar  ó/gæfu aðnjótandi að hafa holað niður enn einum vanþakklátum þjóðfélagsþegn framtíðarinnar!?! 

Ég hefði talið að þetta væri frekar óeðlilegt. Ég má nefnilega bjóða mig fram til Alþingis, ég gæti þessvegna orðið Forsætisráðherra (forði okkur frá því, þá sérstaklega mér), ég má gifta mig, eignast börn, stunda allt það sóðalega kynlíf sem ég vill (svo lengi sem það er með öðrum fullorðnum samþykkum einstaklingum að sjálfsögðu), drekka hvað sem ég vill (svo lengi sem búið er að borga F@%$ings skattinn af því) og nokkurn vegin haga lífi eftir eigin höfði, en ég má ekki tjalda úti á landi til þess að njóta fósturjarðarinnar sem mig ól? 

Má ég ekki, einhleypur maður á 27nda ári, fara og njóta náttúrufegurðar lands míns? Lands sem ég hef ferðast um frá blautu barnsbeini og þekki nokkuð vel (nema Vestfirði, ég ætlaði einu sinni að sækja þá heim, en það var lokað vegna breytinga).
Þarf ég að hola niður einhverjum krakkaskratta til þess að vera gjaldgengur sem þjóðfélagsþegn og mega tjalda?
Eða ætti ég að ná mér í svona 'sykurmömmu' sem er komin vel yfir þrítugt, til þess að hún geti vottað fyrir að ég sé ekki að fara að mynda með mér óeðlilega hópamyndun?

Og hvað á það saurlega hugtak að þýða annars? Óeðlileg hópamyndun!?!

Óeðlileg hópamyndun er fyrir mér það þegar fólk safnast saman til þess að hlýða á tónlist krúttkynslóðarinnar, það er svo margt rangt við það að ég er viss um að það teljist óeðlilegt að fólk sem á að vera komið til vits og ára en gengur með lókinn í annari og snuðið í hinni, sitji einhverstaðar og hlusti á einhverja tónlist sem hljómar eins og ráðvillt hnýsa í sjávarháska. Gallinn er að það er fagurfræðileg hópamyndun í þeim Norðurkjallara eilífðarinnar, ekki aldurstengd.

Mín lausn á vandamálinu er sú að gefa Íslenskum unglingum ferð til Hróarskeldu þegar þau verða annað hvort 18 eða 20. Ég er viss um að það myndi bæta tjaldmenningu hérlendis - ekki þessi hálfvitalega haftastefna. Ég hef farið á tvennar útihátíðir um ævina, annars vegar á Eldborg Bárðarsonar sem var hörmung (eins og flest tónlistin sem var flutt þar) og á Hróarskeldu, ég held að besti skóli í útihátíðum sé þar á túninu, rétt norðan vindmyllunar, en mátulega langt frá útiklósettunum..

En svo er spurning um hvort þessi hálfsjötugi maður sé upphaf nýrrar tízkustefnu í blaðamennsku, sjáum við brátt fyrirsagnir um 'Gamlingjavandamál í Miðbænum'? 


mbl.is Kveikti á ljósavél og hljómflutningsgræjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þaðan í ofan á lag eru það líklega þessir örfáu "bannsettu unglingar með skrýlslæti" sem halda uppi nafni tjaldstæðanna í dag. Pöpullinn er svo auðginntur að 3 af hverjum fjórum sem á annaðborð eru orðnir fjárráða eru búnir að láta pranga upp á sig 15 metra hjólhýsi, húsbíl á stærð við Austurlandshraðlestina eða eitthvað þaðan af verra. Þessi fyrirbæri í meira lagi hljóðeinangruð og líkjast meira einbýlishúsi á Arnarnesinu en einhverju sem á heima á Tjaldstæði. Ónæði frá drukknu unglingunum í tjöldunum er því afar takmarkað og beinist einvörðungu gegn öðrum drukknum unglingum. Ef fram fer sem horfir og ofstækið heldur áfram, þar sem almenn stefna virðist vera að meina ókvæntu barnslausu fólki aðgang að tjaldstæðum, þá verður hugtakið "verslunarmannahelgarbarn" horfið úr íslensku máli innan tíðar.

Höjkur Ísbjörn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Þóra

Alltaf fyrirtaks fjör á þessari síðu! En heyrðu, hvernig væri að plata þetta bann- og forsjárdellulið upp úr spariskónum? Það eru til dúkkur sem líta út eins og ungbörn, þær kunna að skæla og kannski gubba líka, þú veist, prógrammeraðar dúkkur handa unglingum sem halda að þeir vilji eignast börn en elska smokkinn og fleira eftir sólarhringsvakt yfir téðu "barni". En dýrt er drottins orðið og dúkkurnar varla gefins. Það væri nú samt hægt að koma upp ungbarnadúkkuleigu handa unglingum innan við þrítugt.

Svo er líka sjálfsagt að þreyttar miðaldra sálir fái frið fyrir öðru fólki á meðan gasið í hjólhýsinu kemur því fyrir kattarnef. Mors omnia vincit.

Þóra, 23.7.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er reyndar ekki slæm hugmynd Þóra, ég var þó að hugsa að það gæti verið sniðugt að nota ketti. Ég meina. Ég á ketti. Kettirnir eru fjölskylda mín, er ég þá ekki fjölskyldumaður?

Svo er spurning hvort þetta sé ekki beinlínis valdníðsla á þeim sem skjóta púðurskotum eða eru bara með fúlegg í eggjabakkanum. Það er fullt af fólki á mínum aldri sem vill eignast börn er hreinlega getur það ekki. Þetta er ofbeldi gagnvart þeim.

Þetta er líka ofbeldi gagnvart þeim, sem eins og ég, vilja ekkert með börn hafa að svo stöddu í lífi sínu og þetta er enn fremur ofbeldi gegn samkynhneigðum.

Ferðamálaráð ætti að sjá sóma sinn í því að láta tjaldstæðin draga aftur aldurstakmörk eins og þessi, sem ekki standast Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins og ekki Mannréttindayfirlýsingu SÞ:

1. grein.
Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvizku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.
2. grein.
Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.
Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.

13. grein.
1. Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis.
2. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns.

Frekar skýrt fyrir mér.

Höjkur:  hjólhýsi eru verkfæri djöfulsins. Veistu hvar er hægt að kaupa svoleiðis  notað?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.7.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

GUÐI SÉ LOF OG DÝRÐ Í UPPHÆÐUM!!!!!!!!!!

ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég væri að verða fullorðin (þ.e. ekki lengur unglingur) því að ég verð tvítug (SHITT!) á næsta ári. Ég fæ sum sé að vera unglingur þangað til ég er orðin þrítug krísu afstýrt!

Kanski þetta breyti konseptinu um "unglingaóléttu" heheheh

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:02

5 identicon

Djöfull er þetta góður pistill!

Helga (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband