Færsluflokkur: Tónlist

Public Image Ltd.

Já...

...um daginn lék ég í auglýsingu. Ekkert sérstakt við það svosum, ég er náttúrulega fallegur maður og því ekki óeðlilegt að ég nái mér í smá aukapeninga við það að vera fallegur.

Það skemmtilega við þetta er að ég var að leika í auglýsingu fyrir stórfyrirtækið Voðafónn. Pönk-auglýsingu.

Mér bregður fyrir í kannski 3 sekúndur í það heila, samtals, í myndbandi hljómsveitarinnar Rass við lagið, og svo auglýsingunni sjálfri og svo eitthvað í bakgrunni meiking of myndbands.

Ég veit að það hljómar kjánalega, en mér fannst allt í lagi að leika sjálfan mig í auglýsingu. Ég var, eftir allt, í eigin fötum, ekkert gert við hárið á mér, ekkert sminkaður, bara ég sjálfur, en ég geng oft í leðurjakkanum mínum, og ég nota föt þangað til að þau eru hætt að vera föt og eru bara henglar og er með stutt hár sem jafnan er úfið... það finnst fólki voða  pönk.

Líka það að ég er, eins og pabbi minn orðaði það 'með járnarusl hangandi framan í' höfði mínu. Göt í eyrum, vör og nefi. Þetta finnst fólki líka voða pönk.

Ég hlusta líka voðalega mikið á pönk, bæði nýtt og svo alveg proto-pönk, þ.e. tónlist sem var pönk áður en hugtakið var til, sbr New York Dolls, MC5, Stooges etc.

Ekkert merkilegt við það, en fólki finnst það voða pönk. 

Rétt eins og allir fölsuðu hanakambarnir og litlu leðurjakkarnir sem fólkið í þessari auglýsingu er skreytt.

En það er ekki pönk.

Ég er ekki að segja mig meiri pönkara en aðra, en pönk er ekki einkennisbúningur.

Það er grundvallar misskilningur.

Pönk er nefnilega einstaklingsstefna par exelans. Pönkið snýst um að finna sjálfan sig hvernig sem maður vill, gera það sem manni sýnist og vera ekki í eilífðar feluleik hins tómlega hjarðsamfélags.

John nokkur Lydon, einnig þekktur sem Rotten, sem var söngvari Sex Pistols, sýndi eftir upplausn þeirrar annars ágætu sveitar, snilldar takta, með seinni hljómsveit sinni Public Image Ltd. sem gaf meðal annars út þetta ágæta lag, sem fjallar eimmitt um sorglega yfirborðshyggju plötubransans og hvernig pönkið varð almennri ímynd að bráð.

 

The Public Image:

Hello. Hello. Hello. Hello. Hello. Hello.
Ha, Ha, Ha, Ha, Ha.
You never listen to word that I said
You only seen me
For the clothes that I wear
Or did the intrest go so much deeper
It must have been
The colour of my hair.

Public Image.

What you wanted was never made clear
Behind the image was ignorance and fear
You hide behind his public machine
Still follow the same old scheme.

Public Image.

Two sides to every story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
I will not be treated as property.

Public Image.

Two sides to evrey story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
It's not a game of Monopoly.

Public Image.

Public Image you got what you wanted
The Public Image belongs to me
It's my entrance
My own creation
My grand finale
My goodbye

Public Image.

Public Image.

Goodbye.


Gaman að því.

Berthold Brecht og Kurt Weill sömdu lag um mig löngu áður en ég fæddist. Fullt af fólki hefur spilað það í gegnum tíðina. Er eitt af mínum uppáhalds. kv. Maack the Knife.

Kviksyndi

 Það er erfitt að toppa textagerð David Bowie. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé flestum um megn. Einhvernvegin virðist manninum vera einkar lagið að semja merkingarfulla og magnþrungna texta og oft þá allra bestu þegar hann var uppá sitt beyglaðasta og í allsvakalegri neyslu. Þetta sýnir sig  fyrir mér sérstaklega á plötunum Hunky Dory, Low, Lodger, Heroes og Scary Monsters & (Super Creeps), en þessar plötur eru 5 bestu plötur Bowie að mínu mati. 

Undanfarna daga er ég búinn að vera að hlusta á Hunky Dory og þar leynast ótrúlega góðir textar,  sérstaklega þegar hugsað  er til þess að hann er rétt 24ra ára gamall þegar platan kemur út árið 1971. Platan inniheldur mörg ólík lög sem eiga það sameiginlegt að innihalda næst að óaðfinnanlega textagerð. Meðal laga má telja Changes, Oh you pretty things (sem er innblásið af Friedrich Nietzsche og Aleister Crowley- Gotta make way for the Homo Superior), The Bewlay Brothers (sem er hálf-sjálfsævisögulegt og inniheldur vísanir til bróður Bowies, Terry, sem þjáist af geðklofa) Life on Mars? og lagið sem ég hef póstað hér fyrir neðan, Quicksand.

Ég held að það sé fátt annað að segja um þetta lag og þessa plötu. Sjaldan eða aldrei hefur tónlist lýst því jafn vel, að vera handan góðs og ills.



I'm closer to the Golden Dawn
Immersed in Crowley's uniform of imagery
I'm living in a silent film
Portraying Himmler's sacred realm of dream reality
I'm frightened by the total goal
Drawing to the ragged hole
And I ain't got the power anymore
No I ain't got the power anymore

I'm the twisted name on Garbo*'s eyes
Living proof of Churchill's lies I'm destiny
I'm torn between the light and dark
Where others see their targets
Divine symmetry
Should I kiss the viper's fang
Or herald loud the death of Man
I'm sinking in the quicksand of my thought
And I ain't got the power anymore

Don't believe in yourself
Don't deceive with belief
Knowledge comes with death's release

I'm not a prophet or a stone age man
Just a mortal with the potential of a superman
I'm living on
I'm tethered to the logic of Homo Sapien
Can't take my eyes from the great salvation
Of bullshit faith

If I don't explain what you ought to know
You can tell me all about it on the next Bardo
I'm sinking in the quicksand of my thought
And I ain't got the power anymore.



*Mögulega er hér átt við Juan Pujol

 

Hrein snilld, að mínu mati. 


Mánudagsmorgun...

Úff hvað ég svaf yfir mig í morgun. Ég vaknaði nokkrum tímum of seint (þrátt fyrir að hafa farið á skikkanlegum tíma að sofa) og tók því annan vagn en venjulega til vinnu.

Það var nú ekkert rosalega slæmt, enda fór vagninn sömu leið og venjulega, en bara á öðrum tíma.

Nema hvað , að á Hlemmi sest inn ungt par og fær sér sæti beint fyrir framan mig. Ekkert sérstakt við það svosem, nema hvað að þetta par var alveg afskaplega ástfangið. Svo ástfangið að ég fékk klígju og mig langaði að kasta upp litlum bleikum hjartalaga sykurpúðum. Fólkinu sem sat beint fyrir framan parið var greinilega lítið skemmt heldur, enda hófu þau að herma eftir óhljóðum kossaflensins sem hafði átt sér stað í sætaröðinni á milli okkar þegar þau ástföngnu voru gengin úr vagninum.

Þrátt fyrir ímugust mína á vænmum tilburðum og lítið morgunþol fyrir þessum nánast klámfengnu atlotum (en stúlkan rak tunguna svo langt útúr sér að ég geri sterklega ráð fyrir því að hún yrði eðal lesbía) finnst mér það fallegt að þetta sé leyft hérna. 

Ímyndið ykkur bara. Ef trúarfasismi fengi að vaða hér uppi yrði varla lengi að bíða eftir því að lög yrðu sett gegn hverskonar hegðun sem þessari á almannafæri.

Ég skal ekki segja. 


And on the jukebox Johnny sang
About a thing called love
And it's how are you kid and what's your name
And how would you bloody know?

Þetta lag er búið að vera fast í höfðinu á mér frá því að ég og Halli félagi minn böskuðum um helgina. Það er alveg merkilega skemmtileg aukavinna, smá vasapeningur fyrir það eitt að hanga útí góða veðrinu, fylgjast með mannlífinu og gera hvað mér þykir hvað skemmtilegast, að glamra á gítar.
Myndbandið er talsvert súrt, enda gert af Alex Cox, sem bar ábyrgð á snilldarverkinu 'Straight To Hell' og hinni arfaslöku Sid & Nancy sem er full af rangfærslum og bulli, sbr því að láta Andrew Schofield leika John Lydon sem lítinn asnalegan aula sem hékk í jakkastroffi Vicious, á meðan staðreyndin var sú að Sid var meðlimur í 'The Bromley Contingent' sem var eiginlega grúppíuhópur The Sex Pistols, og var Sid aðeins fenginn til þess að taka við af upprunalegum bassaleikara sveitarinnar, Glen Matlock, sem hinum þótti heldur væminn, og að Rotten/Lydon, sem var upprunalegur meðlimur sveitarinnar, var og er sá eini hennar sem gæti stafað nafnið sitt án þess að vera með uppflettiorðabók...

Nema hvað, þetta myndband er talsvert miklu, miklu betra en sú hörmungarræma (sem þó er vel leikin af Oldman og Webb, en þau fengu ekkert að ráðfæra sig við fólk sem þekkti S&N persónulega.

Þetta myndband er gert við fyrstu smáskífu the Pogues sem kemst á topp 100 lista í Bretlandi, A Pair of Brown Eyes, af plötunni 'Rum, Sodomy & the Lash' frá því 1985, myndbandið er lauslega byggt á sögu Georges Orwell, 1984, en notast við (járn)frú Margaret Thatcher í stað Stóra Bróður og einhverja mjög furðulega obsessíon með augu, en ég tel að það sé vísun í nafn lagsins.

Jæja.

Gleðilegan mánudag.


Stríðshaus.

Hér fyrir skemmstu birti ég myndband eitt afgamalt (einu ári eldra en ég) með hljómsveitinni UK Subs (upprunalega the Subversives) sem hét því fagra nafni 'Warhead'.

Hljómsveit ein, mun yngri, frá Pueblo de Nuestra Senora la Reina del los Ángeles de Porciúncula (LA) heitir OTEP, rétt eins og söngkona þeirrar sveitar, hin kollesbíska Otep Shamaya sem mundar silkimjúk raddbönd sín með gaddavír og bárujárni.
Sú hljómsveit er ekki síður pólitísk en hinir bresku undirróðursmenn sem ég minntist á hér að ofan og eiga þau lag sem heitir sama nafni og lagið sem ég birti með UKSubs um daginn, Warhead.
Það lag á heldur betur við í dag, í því ástandi sem heimurinn er.

Ég vil tileinka þetta lag öllum þeim sem selt hafa Íslendinga sem viljugar hórur undir hernaðarbrölt stórveldanna, fíflin sem halda að umsókn okkar um SÞ sé eitthvað annað en sóun á peningum og þeim ákveðnu Quislingum sem halda því virkilega fram að Ísland geti læknað öll heimsins mein, á meðan heimur versnandi fer hérlendis, sem og erlendis.

Og segið svo að fólk semji ekki mótmælasöngva lengur!


Warhead (eVIl J./Otep Shamaya)

Why?
The king of lies
Is alive
Look around
Look inside
Infidel
It begins here, it ends now
The prince must pay
His head or the crown
Rob the poor, slaughter the weak
Distort the law, perfect deceit

Do I need a gas mask?
Should I get inoculated?
Will this war last?
Will we be incincerated?
False gods
Death squads
Blind

This is a catastrophe
Weapon systems activated
Puritans have invaded
This is a catastrohpe
To protect against the threat
Order must be kept 

Do I need a gas mask?
Should I get inoculated?
Will this war last?
Will we be incincerated?
False gods
Death squads
Blind

The elephants march to war
Concede
Conform
Concede
Conform
Deny the big lie
My tribe
Join me
An alliance of defiance, in the warhead
An alliance of defiance
All are welcome here
Give me your tired, give me your sick, give me your indulgence and decadence
He lied, they died, keep the peasants terrified
This is a catastrophe
You must lead if they get me
On my command
Break free


Myndband sem segir allt sem ég vil segja...

Þessi mynd er væntanlega einhver mesta snilld síðustu aldar.

Djö... væri ég til í að hafa samið þetta.

Verst að ég þyrfti að vera minn eigin Barrett-innblástur.


Ó já. Hvað þarf maður meira?

...nú veit ég ekki. Ég held að það sé fátt annað.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband