Hmmm...

...ætli þessi gæi sé eitthvað skildur mér?

Gæti alveg séð sjálfan mig missa mig vegna svona tafa, þó þær eigi að vera í hag almennings eru þær að bitna á röngum aðilum.

Hvað ef þarf að flytja slasað eða mikið veikt fólk á spítala?
Hvað ef einhver þyrfti að fara með mikið veikt barn uppá bráðamóttöku?

Á það bara að vera rólegt og hinkra með það þangað til að vörubílsstjórarnir eru búnir að þvælast fyrir þeim sem síst skyldi?

 


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Þú veist það að allir sem eru í umferðinni eru að rúnta, nema flutningabílstjórar.

Mummi Guð, 22.4.2008 kl. 17:06

2 identicon

Heyr heyr.  Ég er einmitt svooo fegin að vera ekki á Íslandi þessa dagana, væri búin að missa vitið af pirringi (og örugglega reyna að myrða e-n af þessum hugsunarlausu ösnum).  Finnst þessi mótmæli með því hálfvitalegasta sem ég hef heyrt um. 

Eins og þú bendir réttilega á þá getur það að sitja fastur í bílaröð komið sér mjög illa fyrir ansi marga.  Mömmuna með sárveika barnið, sjúkrabílana, skurðlækninn sem er á leið upp á spítala vegna neyðarútkalls, mannsins sem er á leið í jarðaför mömmu sinnar, stráksins sem er á leið í once-in-a-lifetime-chance atvinnuviðtal, nemann sem er á leið í síðasta lokaprófið sitt fyrir útskrif og endalaust marga aðra.

Salóme Mist (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: arnar valgeirsson

já, en löggan sagði að hann væri eitthvað farinn að róast....

arnar valgeirsson, 22.4.2008 kl. 17:29

4 identicon

" þó þær eigi að vera í hag almennings "

Explain how.  Ég held þessir dúddar viti ekkert hverju þeir þykjast vera að mótmæla.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þeir eru að mótmæla álögum á bensín sem gera líterinn af olíu og bensíni með því dýrasta sem hann gerist í öllum heiminum. Það er ætlunin, ásamt því að afnema lögbundinn hvíldartíma atvinnubílsstjóra, sem ég veit ekki alveg hvort að er í þágu almennings, en það er svo annað mál. Viljinn á bakvið verkið er víst góður.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.4.2008 kl. 22:40

6 identicon

Hefurðu tékkað á bensínverðinu annars staðar? Bensínið er alls staðar á norðurlöndum dýrara en hér. Meira að segja suður á Ítalíu er bensínið núna dýrara en hér.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég veit.
Ég keyri ekki sjálfur, hef ekki áhuga á því að taka þátt í þessum leik þannig.

Enda er það ekki ég sem er að þessum mótmælum... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.4.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband