Skothljóð eru eins á öllum tungumálum.

Fólk hrópar nú í hástert 'Myrtur í Reykjavík! -Með byssu! Nú getum við talist til stórborga!'.

Byssur eru til allstaðar í heiminum og það stoðar ekkert að banna þær, ef vopnaburður er ólöglegur bera aðeins glæpamenn vopn.

Fólk hleypur til eins og hauslausar hænur og reynir að finna sökudólg. Benda á samfélagslegar krísur. Eiturlyf. Vopnaburð. Hörku í undirheimum Reykjavíkur.

Það er ekkert sannað í þessu máli og ekkert vitað að svo stöddu. Við skulum ekki skálda upp atburðarás. Við vitum ekkert fyrr en við höfum sönnungargögn í höndunum, vitni og grunaða einstaklinga.

Eina sem við höfum er lík. Habeas Corpus. Morð var framið, þá er aðeins eitt að gera, finna sökudólginn. Við gerum það ekki með því að hlaupa um og belgja sig út á því að borgin okkar er að verða harðari og ljótari, en það hafa alltaf einhverjir verið myrtir hérna, það er óumflýjanlegur partur af þjóðfélagsbyggingu nær alls heimsins.

Sögusagnir koma ekki til með að hjálpa neitt við rannsókn málsins. 

 

Til minningar um þann sem var veginn set ég inn lagið 'Somebody got murdered' með the Clash  og vil ég jafnframt votta aðstandendum samúðar. 

 

Post Scriptvm:

Ég hef nýverið frétt að meintur morðingi hafi svipt sig lífi og mál þetta hafi verið vegna afbrýði. Þetta var semsagt í ætt við grískan harmleik. Þetta er mjög dapurlegt en því miður er maðurinn meinsemdar skepna og skammt er milli ástar og haturs.

:-(


mbl.is Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Án þess að hafa lesið neitt hér á blogginu um þetta fyrr en nú finnst mér þú sjálfur óþarflega duglegur við að búa til drama.

Og hitt get ég sagt þér ef þú veist það ekki að okkar íslenska samfélag er ekki undir svona fréttir búið, Guði sé lof. Og upphrópanir sem þú vilt nefna svo eru bara mannlegar í alla staði.

Og einmitt vegna þess hve samfélag okkar er gott og friðsælt hvað alla svona harmleiki varðar þá kemur fólki eiturlyfin fyrst í hug. Svo var um mig og ef þú vilt mátt þú nefna mig hverju nafni sem þú kýst.

En sjálfsagt berð þú af okkur sauðsvörtum almúganum um samfélagslegan þroska og mátt auðvitað vel við una.

Árni Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Er ég óþarflega duglegur við að búa til drama? Segðu frá, ég vil gjarnan fá útskýringu á því hvernig ég bý til drama.

Ég er hjartanlega sammála þér að vera ánægður með að Ísland sé lítið og friðsælt.
Mér þykir það einfaldlega óafsakanlegt að fólk hlaupi til á þennan máta, þetta er vissulega lærð hegðun, að ásaka stóran hluta fólks á grundvelli neysluvenja þeirra er engu skárra en að gera það eftir uppruna einstaklingsins. Þú mættir prófa að lesa þessar færslur og endurlesa þær, en skipta út orðum sem tengjast fíkniefnaviðskiptum sem kynþáttatengdum athugasemdum eða öðrum orðum sem tengjast stórum hluta fólks;

"Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði um atburðin var að þetta hafi eitthvað með starfsemi eldri borgara að gera hér í henni höfuðborg okkar. Því sá heimur virðist stækka og stækka þrátt fyrir góða vinnu heilbrigðisráðherra við að reyna að uppræta þennan ófögnuð, sem gamalmennin vissulega eru."


Þetta kann að hljóma eins og smekklaus dæmistaka og vissulega óverðskulduð, en fordómar þrífast eimmitt á því að skilgreina okkur í hjarðir og dæma eftir því sem gerir okkur ólík; því sem ætti að gera okkur að einstaklingum.

Ég er ekki hlynntur því að smala stórri prósentu þjóðarinnar undir einn hatt á grundvelli neysluvenja frekar en trúarbragða, kynþáttar, aldurs, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana eða nokkurs annars. Ég vil helst líta á einstaklinga sem einstaklinga.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.7.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband