Megi margir Þrándar vera í götu okkar til glötunnar; ESB.

Ég veit ekki hvað er að þeim einstaklingum sem hafa þetta lítinn skilning á því yfirvaldi sem ESB er; skref í átt að einni alheimsríkisstjórn.

 

Merkilegt að EBE og fleiri sósíaldemókratar beri þennan heitasta draum Hitlers sér í brjósti. Ég veit að það er rökvilla að koma með 'reducto ad Hitlerum' yfirlýsingar, en sameinuð Evrópa var jú draumur hans, sem og Sesars, Karlamagnúsar og annara hárra herra sem skeittu ekkert um almenning, frekar en bjúrókratarnir í Brussels.

 

Eiríkur, sé þér þetta annt um ESB, þá er þér fullkomlega frjálst að flytja þangað. 

Leifum Íslandi að vera sjálfstætt áfram.


mbl.is Grýtt leið í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér!

Arnar (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: gummih

Hjartanlega sammála því að hagsmunum okkar sé betur borgið ef við ráðum okkur sjálf.


(Það vita svo allir sem hafa spilað Risk að það er ekkert spaug að sameina Evrópu og eina leiðin til þess er að halda bæði Rússlandi og Íslandi. )

gummih, 3.12.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

þú ert nú dálítið yfirlýsingaglaður, enda ekki við öðru að búast :-) held að ESB eigi fátt sameiginlegt með lífsrýmisáætlunum Hitlers. ESB byggir upphaflega á sameiginlegum hagsmunum nokkurra ríkja og var í upphafi nefnt stál og kolabandalagið. Ég veit ekki hvort þú vitir það en í dag er ísland búið að innleiða á milli 70-80% af reglugerðum ESB og eina stóra málið sem stendur út af er stjórnun eigin fiskimiða og það risa atriði að við höfum engin áhrif á þessar reglur í dag en hefðu áhrif værum við innan bandalagsins.

Eiríkur hefur rétt fyrir sér að íslendingar hafa mjög sérstaka sýn á hvað sjálfstæði er. Ég er sjálfstæður eintaklingur þrátt fyrir að vera meðlimur að samtökum og það er kannski bara kjarni málsins.

Jón Ingvar Bragason, 3.12.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Megi leiðin í ESB vera strá jarðsprengjum... og ófinnanleg helst líka.

Ingvar Valgeirsson, 3.12.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bíddu... Jón...

...ég gerði mér fulla grein fyrir þessu með stál og kol, en auðlindir Íslendinga verða endanlega sveiptar úr höndum þeirra og  færðar örfáum oligörkum á silfurfati ef við göngum í ESB.

Og, Lebensraum er kannski ekki fullkomlega við lýði í ESB en það er vissulega þenslubandalag sem byggir á stækkun til austurs...

...og forði okkur frá því að þetta skrímsli reglugerðafanatíkusa, forræðishyggjumanna og annara bjúrókrata sem eiga ALLT sameiginlegt með Þriðja Ríkinu fyrir utan það að minna er um gas og skot.

Einnig er ESB hernaðarbandalag og ég hygg að Ísland eigi ekki að senda syni sína og dætur út í heim til þess að deyja fyrir hagsmuni Alþjóðabankans og IMF...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.12.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: kop

Sko, nú vill svo til að ég er búsettur í EU(ESB) og það sem skiptir mig máli er mitt eigið frelsi.

Mér finnst ég miklu frjálsari hér en nokkurntíma á Íslandi, hvernig skyldi standa á því?

Ég held að eina frelsið sem Ísland myndi tapa við að ganga í EU, væri frelsi þessara smákónga sem níðast á hinum almenna Íslendingi og eru jú búnir að koma landinu hálfa leið til helvítis.

Almenningi á Íslandi væri betur borgið í EU.

Hitt er svo annað mál, að ég efast um að EU vilji Ísland.

kop, 5.12.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Guðni  Guðnason

Leifum Íslandi að vera sjálfstætt áfram.

ha ha ha ha hvernig getur gjaldtrota land verid sjálfstætt

eftir 5ár verdur ísland eins og tad var árid 1898

verdi ikkur ad godu

Guðni Guðnason, 12.12.2008 kl. 18:58

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmm... ég hygg ekki.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.12.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband