Við og þeir.

Akkúrat.

Ég sit hérna í íbúðinni minni og virði fyrir mér kisurnar mínar og sú hugsun læðist að mér, að heimurinn væri betri ef mannfólkið tæki kisurnar sér til fyrirmyndar.
Nú er ég ekki að tala um að kúka í sandkassa, heldur eðli þessara fögru dýra.
Ég þjóna tveimur kisum. Læðurnar Yoda og Tígra eru undurfögur dýr og einkar kelin, en algjörir eiginhagsmunaseggir, ekki ósvipað mér. Tækifærissinnaðar og sjálfselskar. Og er eitthvað að því?
Ég hygg að svo sé nefnilega ekki, því á kisunum sannast það einna helst fyrir mér að eiginhagsmunasemi sé mun fallegri heldur en fólk vill láta í veðri vaka.
Því er nefnilega þannig farið að þó að kisurnar séu eiginhagsmunaseggir, þá þrífa þær hvor aðra, þær fullkoma hvor aðra.

Þessum eiginleika er því miður ekki deilt af mennskum eiginhagsmunaseggjum. Kant setti fram þá kenningu á sínum tíma að það að vera góður við aðra skilaði sér í því að aðrir yrðu góðir við mann í mót, Ieshua frá Nazaret sagði ekki ósvipaða hluti þegar hann sagði að 'það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skulið þér og þeim gjöra'.

Mjá.

Ég er nú ekki kristinn, en ég held að Ieshua hafi verið vænsti strákur, þó fylgisveinar hans og meyjar hafi gerst sek um ýmis voðaverk í hans nafni, en því miður er slíkt gjald skipulagðrar hugsunar, að brjóta gegn þeim sem synda sem lax móti straumi.

Kisurnar mínar eru mjög ólíkar verur. Önnur er feitlagin og heimakær þriggja vetra yrjótt læða hin er eins vetrar brjálæðingur og villidýr. Samt eru þær bestu vinir þrátt fyrir að vera ólíkar. Eigum við, sem köllum okkur skyni bornar skepnur, ekki til þá visku að geta í bróðerni virt hversu ólík við erum innbyrðis?

En, nei. Nöktu aparnir eru bara ekki betur gefnir en svo almennt að þeir sameinast í rétttrúarhópa. Sumir trúa á geimdrauga, aðrir á stjórnmálastefnur, enn aðrir á yfirburði vissra kynþátta og enn aðrir trúa á aðrar bábiljur og óáþreifanlega útópíska drauma sem ávalt verða utan seilingar.

Í þessum hópum tíðkast víðast hvar að líta á hópinn sem einskonar microcosmos, hópsálahjörð þar sem hver innan þessa hóps heldur mestmegnis sambandi við fólk sem er af sama meiði, þ.e. klíkuskapur, við vs. þeir. Ég hygg að það sé rót vandans víða, sama hvort það er í Ísrael, Tíbet, BNA eða hérna á Íslandi, hvar þess konar vandamál eins og þau sem finnast útí heimi eru sem betur fer fátíð, en virðast fara stigmagnandi með hverju árinu, sem er miður.

Þá er ég að tala um víða innan þessa samfélags. Við versus þeir. Það skiptir engu máli í hvaða málaflokki það er, konur versus kallar, innfæddir versus innflytjendur, trúaðir versus trúlausir versus trúaðir af öðrum meiði. Í hvert sinn þegar ég hugsa úti það, verð ég ánægðari og ánægðari með það að vera einstaklingshyggjumaður. Það er nefnilega mun auðveldara að taka bara ábyrgð á sjálfum sér og ætlast ekki til þess að aðrir séu eins.

Skyldi vera kominn tími á hugarfarsbreytingu í samfélaginu? Er kominn tími á að við förum að sætta okkur á að við getum ekki breytt öðru fólki, að við getum aðeins breytt okkur sjálfum og tekið ábyrgð á okkur sjálfum?

Lífið er ekki hópíþrótt. Lífið bara er.


With, without.
And who'll deny its what the fightings all about? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nú samt þannig Einar minn, að ef við ætlum að búa í hópsamfélagi, þá verðum við að bera ábyrgð hvert á öðru upp að vissu marki.

Kettir gera það líka, kenna hvor öðrum, hjálpast að ef þarf osvfr.

Haraldur Davíðsson, 25.8.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég var ekki að bera á móti því að það sé nauðsynlegt í samfélaginu að vinna saman...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.8.2008 kl. 02:49

3 Smámynd: Gulli litli

Við þessu er aðeins eitt að segja; mjá.

Gulli litli, 25.8.2008 kl. 08:36

4 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Ef að maður væri köttur væri sennilega auðveldara að vera til , samfélagið er náttúrlega að mörgu leiti að þróast þannig að hver er úti í sínu horni og þarf ekki að gæta skyldum til annara frekar en hann vill, sem að hefur örugglega sína kosti og galla en við erum viljum setja allt í kassa , gamalt fólk í einn kassa, börn í annan...

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 25.8.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Litla kassa, og alla eins?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.8.2008 kl. 14:31

6 Smámynd: Sleepless

Æji Einar, þú ert alltaf svo sætur.

Mjá mjá, ég er kind

Sleepless, 25.8.2008 kl. 17:10

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Takk fyrir það.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.8.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Góður punktur Emma, við keppumst nebblega við að haf yngstu og elstu ekki " fyrir ". Við erum svo vitlaus að sjá ekki að yngstu eru framtíðin og elstu eru reynslan,  það er voðalega , voðalega vitlaust.

Haraldur Davíðsson, 26.8.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband