Trúfrelsi í einu elsta lýðræðisríki veraldar...

...er því miður af skornum skammti.

Hérlendis, sem og í öðrum vestrænum löndum reynir hin svokallaða kristna hægristefna að halda uppi völdum kirkjunnar með boðun á eingyðistrúarbrögðum sem hafa úrkynjast í gegnum aldirnar.

Hin Íslenska Ríkiskirkja hefur sjálf stundað stefnusvig innan mótmælendastefna, verið Lúthersk og Evangelísk og tilheyrt hinni Heilögu Germönsku Kirkju (sem sr Adolf Hitler stofnaði á sínum tíma).

Áður en mótmælendatrú var neydd uppá landan var hér stétt Kaþólskra presta sem gekk um með sínu offorsi, áður en Kaþólska kirkjan, þ.e. sú Rómverska var stofnuð 1062 nægði okkur að kalla okkur kristna til þess að sleppa við að vera nauðgað, myrt og nídd af norrænum höfðingjum sem höfðu tekið upp þessi eyðimerkurtrúarbrögð í þeim tilgangi að sameina Norðurlönd - enda henta þessi trúarbrögð einkar vel til þess að réttlæta einræði, það er jú aðeins (þrí-)einn Gvuð sem skapaði þetta alltsaman og stýrir þessu öllu ljóst og leynt... ekki satt? Það er bara einn páfi... sem hentar líka alveg rosalega vel. Miðstýring valds.

Ég veit að þetta er einföldun á sögunni, en ef ég ætlaði að rekja söguna í einni bloggfærslu með öllum sínum bugðum og beygjum, entist mér ekki aldur til.

Miðstýring.

Hljómar Stalínískt, ekki satt?

Eða jafnvel Nazískt. Einn Guð, ein kirkja, einn páfi... þjóð, ríki, Führer...

Á sama tíma og valdaklíkur vesturlanda reyna að halda lyginni gangandi flytjast aðrir aðdáendur eyðimerkurmýta meir og meir til vesturlanda og halda sinni trú og vilja meina vestrænu fólki í frjálsum löndum að tjá sig eins og það vill, enda skiljanlegt að eyðimerkurtrúarbrögðin vilji vera jafn rétthá. En það er bara ekki svoleiðis, elskurnar mínar. Við eigum ÖLL að vera jafn rétthá...

 

...og það er ekki hægt með því að neyða umburðarlyndi uppá fólk, fólk verður að finna umburðarlyndið innra með sér. Það er ekki hægt með því að neyða ein eyðimerkursiðferðisgildi eða önnur uppá þjóð, ef þú vilt trúa er það þitt mál, en á ekki að tengjast ríkisrekstri og ríkisreknum skólum í landi sem á að heita trúfrjálst og hafa undirritað mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna þar sem ákvæði eru um trúfrelsi.

Það er ekki hægt með því að leyfa kirkjunnar mönnum að komast inn fyrir skóla sem eiga fyrst og fremst að kenna menningu og vísindi, ekki innræta trúarbrögð.

Þjóðkirkjan er úreld stofnun og það er raunar móðgandi fyrir alla trúfrjálsa sem og þá sem játa aðra trú en kristni að í gunnfánum allra norðurlandana sé kross - en það hefur minna vægi en það sem hér um ræðir.

Alþingi Íslendinga, sem fyrst var sett sem löggjafavald árið 930 af heiðnum mönnum, (enda auðvelt að trúa á fulltrúarlýðræði þegar guðirnir skipta tugum) er sett nútildags í Kristinni kirkju. Þjóðsöngur okkar byrjar á þeim hvimleiða frasa 'ó Guð vors lands'. Það er ekki heldur aðalatriðið.


Jesúmafían vill leynt og ljóst stýra öllum siðferðisatriðum Íslensku Þjóðarinnar, vill hafa áhrif á börnin áður en þau eru nógu menntuð til þess að sjá í gegnum ævintýralegar lygar þeirra og vill umfram allt, samkvæmt orðum Karls útlendinga og trúfrjálsrahatara Sigurbjörnssonar meina að þeir sem ekki játa Kristna trú á forsendum REICHSKIRCHE teljist ekki Íslendingar og í besta falli annars flokks þegnar.

 

Ég veit hvar mér rennur blóðið til skyldunnar. Til frelsis og jafnréttis, lýðræðis og tjáningarfrelsis á Íslandi, því ögrum skorna landi sem hefur fóstrað mig og allt mitt fólk frá fornöld. Sé ég ekki Íslendingur sökum þess að ég játa ekki eyðimerkurtrú eftir forsendum Kalla í kuflinum þá vil ég ekki vera Íslendingur, þó ég rísi í hvert sinn sem ég heyri þjóðsönginn, taki að ofan og setji hönd á brjóst mér.
Það er mér meira virði að ég og minn hugur, mín trú og mitt sinni sé frjálst heldur en þessi þjóð og þetta sem er mér þó svo margt, en þarna brýtur báran. Ég er fyrst og fremst Einar, ekki þjóðin sem ég elska.

Karl útlendinga og trúfrjálsrahatari Sigurbjörnsson ætti að taka þessi orð sín aftur. Þessi orð þar sem hann særir hvern þann Íslending sem ekki er honum sammála í lífsskoðun. Þar sem þessi RÍKISSTARFSMAÐUR segir að við séum ekki Íslendingar þar sem við erum ekki eins og hann.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta er máské titlingaskítur sem ég er að telja hér til, en þessi maður sem er með milljón á mánuði úr þínum vasa lesandi góður, sagði þig ekki Íslending nema að hann fái að heilaþvo og innræta þig.

Ef hér ræddi um stjórnmálaflokk, Ríkisflokkinn, einskonar kommúnískan flokk sem trúði á einræðisherra sem væri á huldu og hefði ekki látið sjá sig í þúsundir ára myndi hver sjá hvílík svívirða er á ferð.

Karl, ég er ekki trúaður, en við fósturjörðina sem ég stend á, við hafið sem umlýkur þetta land mitt sver ég að ég er meiri Íslendingur en þú verður nokkurntíman - því ég trúi á lýðræði og frelsi, en ekki kreddueinræðisherra á himni.

 

 

Sjá þér hórseka nöðrukyn, þér hafið gert hús feðra minna að kommúnistaríki.  


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umhugsunarvert sem þú skrifar og hefur mér fundist að kirkjan er eitt tákn ríkisvaldsins og gefur því  trúnaðarbrest.

Sérstakt er að hafa í huga að samband á milli valdshafa og er þá kirkjan notuð til að sinna sérhagsstefnu þeirra og þannig er prestastefna þeirra að skilja sem Guðlast. Það sem sérstakt er, er að börnin sjá fljótt í gegnum svona lagað. Hvað voru þeir ekki að tala um í kirkjunni um að gæta barna, en hvað gera þeir sjálfir?

Sjálfstæðisflokkstrúarbrögðin eru þess vegna innan veggja kirkju og er það saurgun.

Og hver dæmir presta? Það gerist með því að kirkjur seljast, af því að fólk er hætt að trúa á blekkinguna sem þar gerist.

En annars - athyglisvert að sjá hvaða sálmur það var sem að Stöð 2 sýndi  í mynd.

ee (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 17:08

2 identicon

Tvö kúlprik fyrir greinina, mínus eitt fyrir að vera rauðhærður. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

EE. Ég sá ekki þessa frétt á S2, hvaða sálmur er það sem þú minnist hér á?

HHG; takk fyrir prikið. Hvað á ég að gera við það samt? Má ég ekki fá frekar kúl lightsaber? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.6.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jahérna Einar. þú ert nú skemmtilega mælskur og það gerir pistilinn ekki verri að hann er afar góð útlistun á flóknu máli. Ég er hjartanlega sammála þér og hef engu við að bæta.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.6.2008 kl. 18:31

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jahérna, ég gleymdi greinilega að innskrá mig,hehehe það var sumsé ég sem átti síðasta komment, þarna spældi ég ykkur hehehe

Haraldur Davíðsson, 11.6.2008 kl. 19:25

6 identicon

Godwin's Law (also known as Godwin's Rule of Nazi Analogies) is an adage formulated by Mike Godwin in 1990. The law states:

"As an internet discussion grows longer, the probability of a comparison involving Nazis or Hitler approaches one."

C (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

ahhhh það er bara unaður að lesa þessar trúfrelsis greinar þína Einar, snilld.is

Sigurður Karl Lúðvíksson, 11.6.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Halli: Takk fyrir góð orð, þó þau hafi verið töluð úr mínum bloggprófíl (lánaði Halla tölvuna á meðan ég var á upphitun fyrir leikrit sem ég er í), eru þau að sjálfsögðu ekki mín skoðun, ég hef enga skoðun á minni mælsku, ég bara kannast við málbeinið, og svo er ég náttúrulega sammála mér, þar sem ég er jú... erh... ég.

C: Vissulega er það slíkt að fólk dregur inn Nazismann í umræðuna, en ég er ekki að líkja aðferðum kirkjunnar við aðferðir NSDAP nema þá kannski í rannsóknarrétinum og nornaveiðum Norður Evrópu og Ameríku, ég er því miður ekki nógu vel að mér í sögu rétttrúnaðarkirkjunar grísku, en ég leyfi mér að efast um að hún sé hvergi blóði drifin. Þetta eru ekki ad hominem rök, eða ad Hitlerum rök eins og þesskonar rök eru kölluð, hinsvegar hefur Íslenska Þjóðkirkjan, sem væri réttnefndari 'REICHSKIRCHE' (Ríkiskirkja fyrir þá sem ekki tala Þýzku, þetta er jú skot, en gervöll Íslenska þjóðin er jú ekki Þjóðkirkjukristin, heldur aðeins prósenta hennar, því er rangt að henni sé hyglt framyfir önnur trúarbrögð og rangt að segja það grundvallar atriði í því að tilheyra þjóð vorri að vera Ríkiskirkjukristin). Ég vona að ég sé ekki að misbjóða þér með því að benda á þetta sameiginlega element sterks ríkissósíalisma NSDAP og SSSR, en ef svo er, þá er það þitt vandamál að kljást við það og líkjast trésmiðnum frá Nazaret í lund og bjóða hinn vangan. Ef trúarbrögð og/eða trúfélög virka ekki á samkeppnismarkaði lífs og trúarskoðanna þá er ekki við mig að sakast og mér finnst ekki að 550.000 í mánaðarlaun fyrir svartstakkana séu afsakanleg eyðsla á skattpeningum þeirra sem ekki tilheyra þessu trúfélagi sem samt fær umframpening fram yfir öll önnur. Eru prestar í BSRB, og er það réttlætanlegt ef svo er?

SKL, vinur, takk.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.6.2008 kl. 00:30

9 identicon

Jæja Einar... Það kemur svo margt fram í grein þinni sem ég er ósammála að ég hef einfaldlega ekki tíma til þess að svara öllu. Ég held við verðum bara að ræða þetta yfir kaffibolla við tækifæri.

Ég minni hinsvegar á að það er fyrst og fremst Abraham sem stofnar grundvallar hugmyndina um einstaklingin, sem síðar hefur skapað jarðveg fyrir þær hugmyndir sem lifa enn þann dag í dag um réttindi einstaklinga.

Það að bera saman kirkjuna eða hina kristnu trú með stjórnmálaflokk er frekar langsótt, enda sagði Jesú Kristur: "Gefið keisaranum það sem keisarans er, og gefið drottni það sem drottins er". Sem sagt er keisarinn tákn fyrir ríkisvaldið, og er þar með ríkisvaldið ekki tengt hinu trúarlegu.

Ég er viss um að við erum sammála um margt og líka ósammála um margt...

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

"Gefið keisaranum það sem keisarans er, og gefið drottni það sem drottins er"

Það geta allir trúleysingjar samþykkt þetta, en ekki nema brot af kristnum, þ.a.l fyrir tilstuðlan frekju kristinna manna er ríki og kirkja í einni sæng saman, meitlað í berg stjórnarskrárinnar. Hvernig væri nú fyrir ykkur Ésu-dýrkenda að fara eftir einhverju af því sem konungur ykkar prédikaði.

Hvað með t.d: "Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

7Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. 8Líkist þeim ekki. "

Hvernig væri nú að fara eftir þessum annars frábæra boðskap Ésús!

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.6.2008 kl. 14:42

11 identicon

Sigurður... þetta er frekar fordómafullt af þér. Þú segir "ykkur Jesú-dýrkendur"... hvernig getur þú réttlætt það að alhæfa um 1.7 milljarð menn, konur og börn? 1,7 miljarð einstaklinga? Ertu að segja að allir í þessum hóp eru eins?

Hvað varðar ríkisvald og kirkju eru að sjálfsögðu margar skoðanir á þeim málum, en núverandi ástand er afleiðing þeirrar sögu og hefð við erum hluti af og getum við ekki valið að ógilda það. Ég vil ekki að núverandi ástand verði óbreytt, en við skulum fara varlega með slíkar alhæfingar... ertu ekki sammála því Sigurður?

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 15:01

12 Smámynd: Þóra

"...þetta er frekar fordómafullt af þér. Þú segir "ykkur Jesú-dýrkendur"... hvernig getur þú réttlætt það að alhæfa um 1.7 milljarð menn, konur og börn? 1,7 miljarð einstaklinga? Ertu að segja að allir í þessum hóp eru eins?"

Afsakið, eiga þessir 1.7 milljarðar mannsbarna það sameiginlegt að trúa á galdrakarlinn Jessú? Eru það fordómar að spyrða saman jéssúdýrkendur? Halló halló, Gunnlaugur Snær, fór rafmagnið hjá þér? Einar bjargvættur galopperar inn á bloggo-Sleipni og kveikir ljós hjá þeim sem umbera skæra birtu í fyrrum niðdimmum hugarskotum.

Þóra, 13.6.2008 kl. 16:13

13 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég er auðvitað að alhæfa, ég færi varla að telja upp 1,7 milljarða manns og þeirra einkaafstöðu til nýja testamenntsins. En margir þessara 1,7 milljarða einstaklinga (ég vona að ég sé ekki með fordóma núna) eru sömu skoðana og þú í því að viðhalda tengslum ríkis og útvalinna trúarbragða. Það má vel vera að sagan styðji þessi tengsl, en við höfum þróast, t.d höfum við úthýst þrældómi, kvennaánauð og galdrabrennum vegna þess að okkur fannst það vera siðferðilega óafsakanleg hegðun. Ekki settum við söguna fyrir okkur þá. Mörgum finnst á sama hátt siðferðislega óafsakanlegt að tengja saman veraldlegt ríkisvald og geimkarladýrkun, og þvingun þeirra trúarbragða upp á aðra, en eins og sagan sýnir munum við trúleysingjar sigra það stríð, enda er það eðlileg þróun siðfræðinnar.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.6.2008 kl. 16:14

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þóra; takk.

SKL & GSÓ - þið eruð báðir yndislegir. Endilega haldið áfram. Gaman að sjá lifandi umræður.

Ég væri meiraðsegja til í að fá mér kaffibolla með ykkur tveimur saman og ræða málið í góðu tómi. Ekki til í það? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.6.2008 kl. 16:25

15 identicon

Þóra: Hér er rafmagnið í góðu lagi.

Sigurður: Ég er ósammála í því sem þú segir um að við höfum þróast. Ég tel að okkar aðferðir hafa breyst, en þó eru menn "brenndir" á báli pólítískrar réttrúnaðar. Þú talar um stríð og siðfræði. Hvaðan er þín siðfræði? Siðfræði í hinum vestræna heimi byggir á Kristindómi!

Einar: Ég er alveg til í smá umræðu. Segðu bara hvar og hvenær...

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:07

16 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

"Siðfræði í hinum vestræna heimi byggir á Kristindómi!"

LOL

Mín siðfræði er eins og þín, afrakstur Darwinískrar þróunar og er sæmilega vel kortlögð af þróunarfræðingum. Þú ættir að lesa eitthvað annað en guðfræðibækur. Að hún sé sett fram í kristilegu samhengi er auðvitað bara vegna þess að við búum á svæði þar sem, a.m.k áður fyrr, langflestir voru kristnir, svo það er fullkomlega eðlilegt að halda það að óathuguðu máli, að siðferðið sé eitthvað tengt kristninni. Kínverjar og Indverjar voru og eru ekkert minna siðferðilegt fólk en ég og þú og ekki er það fyrir hugmyndir kristninnar.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.6.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband