Kviksyndi

 Það er erfitt að toppa textagerð David Bowie. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé flestum um megn. Einhvernvegin virðist manninum vera einkar lagið að semja merkingarfulla og magnþrungna texta og oft þá allra bestu þegar hann var uppá sitt beyglaðasta og í allsvakalegri neyslu. Þetta sýnir sig  fyrir mér sérstaklega á plötunum Hunky Dory, Low, Lodger, Heroes og Scary Monsters & (Super Creeps), en þessar plötur eru 5 bestu plötur Bowie að mínu mati. 

Undanfarna daga er ég búinn að vera að hlusta á Hunky Dory og þar leynast ótrúlega góðir textar,  sérstaklega þegar hugsað  er til þess að hann er rétt 24ra ára gamall þegar platan kemur út árið 1971. Platan inniheldur mörg ólík lög sem eiga það sameiginlegt að innihalda næst að óaðfinnanlega textagerð. Meðal laga má telja Changes, Oh you pretty things (sem er innblásið af Friedrich Nietzsche og Aleister Crowley- Gotta make way for the Homo Superior), The Bewlay Brothers (sem er hálf-sjálfsævisögulegt og inniheldur vísanir til bróður Bowies, Terry, sem þjáist af geðklofa) Life on Mars? og lagið sem ég hef póstað hér fyrir neðan, Quicksand.

Ég held að það sé fátt annað að segja um þetta lag og þessa plötu. Sjaldan eða aldrei hefur tónlist lýst því jafn vel, að vera handan góðs og ills.



I'm closer to the Golden Dawn
Immersed in Crowley's uniform of imagery
I'm living in a silent film
Portraying Himmler's sacred realm of dream reality
I'm frightened by the total goal
Drawing to the ragged hole
And I ain't got the power anymore
No I ain't got the power anymore

I'm the twisted name on Garbo*'s eyes
Living proof of Churchill's lies I'm destiny
I'm torn between the light and dark
Where others see their targets
Divine symmetry
Should I kiss the viper's fang
Or herald loud the death of Man
I'm sinking in the quicksand of my thought
And I ain't got the power anymore

Don't believe in yourself
Don't deceive with belief
Knowledge comes with death's release

I'm not a prophet or a stone age man
Just a mortal with the potential of a superman
I'm living on
I'm tethered to the logic of Homo Sapien
Can't take my eyes from the great salvation
Of bullshit faith

If I don't explain what you ought to know
You can tell me all about it on the next Bardo
I'm sinking in the quicksand of my thought
And I ain't got the power anymore.



*Mögulega er hér átt við Juan Pujol

 

Hrein snilld, að mínu mati. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bowie er snillingur... reyndar átt soldið misjafna kafla

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Fyrir 28 árum var ég 10 ára, og heyrði brot úr laginu " Jean Genie ", í sjónvarpsauglýsingu fyrir safnplötuna " Changestwo ". Ég varð junkie, á því augnabliki. Útvegaði mér allar plöturnar, (sem þá höfðu komið út ) á kassettum og lagðist á stofugólfið og hlustaði á Bowie í headphone. Þar lá ég svo meira og minna, þar til ég fór sjálfur að spila. Bowie er algjör snillingur. Samt tek ég undir með Dokksa, en lgið " Quicksand " er brilliant, en flottar tilvísanir hjá þér Einar, takk fyrir þetta.

Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Don't you wonder sometimes, about sound and vision?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.5.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband